Húsgögn (1983)

Húsgögn

Hljómsveitin Húsgögn starfaði í Njarðvíkum árið 1983 og var að líkindum fremur skammlíf hljómsveit, í fréttatilkynningu frá sveitinni á sínum tíma var talað um hómósexjúalræbblarokksveitina Húsgögn svo hugsanlega var um einhvers konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða.

Húsgögn komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1983 með fyrrgreindri fréttatilkynningu og voru meðlimir sveitarinnar þá þeir Erpur Snær Hansen gítarleikari, Einar Falur Ingólfsson bassaleikari, Friðrik Rúnarsson trommuleikari og Jón Sigurðsson söngvari, þeir urðu flestir þekktir síðar hver á sínu sviði.

Ekki liggur fyrir hvort Húsgögn léku einhverju sinni opinberlega eða hversu lengi sveitin starfaði.