Hörmung [3] (2013-15)

Rokkhljómsveitin Hörmung starfaði á Ísafirði á árunum 2013 til 2015 hið minnsta, hugsanlega hefur hún verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Guðmundsson gítarleikari, Brynjar J. Olsen gítarleikari, Egill Bjarni Vikse hljómborðsleikari [og söngvari?], Slavyan Yordanov bassaleikari og Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari. Sveitin var nokkuð virk meðan hún starfaði og lék í fjölmörg…

Hörd (um 1970)

Hljómsveitin Hörd (H.Ö.R.D.) starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1970, og var skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hljómsveitarnafnið Hörd var myndað úr upphafsstöfum meðlimanna fjögurra en þeir voru Halli [?], Örn Jónsson, Rúnar Þór Pétursson og Diddi [?]. Frekari upplýsingar um nöfn sveitarliðanna væru vel þegin sem og um hljóðfæraskipan og starfstíma hennar.

Hverjir (1965)

Hljómsveitin Hverjir starfaði á Ísafirði árið 1965 (að öllum líkindum) en nafn hennar var sótt til bresku sveitarinnar The Who. Meðlimir Hverra voru ungir að árum og meðal þeirra var Rúnar Þór Pétursson en þetta var fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með, hann lék á trommur í sveitinni en aðrir meðlimir hennar voru Örn Jónsson…

Hlykkir (um 1965)

Á sjöunda áratug liðinnar aldar, líklega í kringum miðjan áratuginn var skólahljómsveit starfrækt á Ísafirði undir nafninu Hlykkir (hugsanlega er hún í einhverjum heimildum nefnd Hlekkir en Hlykkir er áreiðanlega rétta nafn sveitarinnar). Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Rúnar Vilbergsson trommuleikari (síðar Þursaflokkurinn o.fl.), Ólafur Guðmundsson söngvari (síðar í BG & Ingibjörg, Grafík o.fl.), Kristján Hermannsson…

Harry Herlufsen (1913-2006)

Danski tónlistarmaðurinn Harry Herlufsen bjó hér á landi og starfaði um nokkurt skeið um miðja síðustu öld og setti heilmikinn svip á ísfirskt tónlistarlíf. Harry Otto August Herlufsen (f. 1913) var fæddur og uppalinn í Danmörku en kom hingað til lands líklega árið 1933, bjó fyrst í Hafnarfirði en fluttist síðan vestur á Ísafjörð að…

Hljómsveit Gunnars Hallgrímssonar (1944-45)

Gunnar Hallgrímsson Sandholt rafvirki á Ísafirði starfrækti sjö manna hljómsveit í sínu nafni um eins árs skeið að minnsta kosti 1944 til 45 en sveit hans kom í nokkur skipti fram opinberlega, lék þá í tengslum við leiksýningar Leikfélags Ísafjarðar en einnig undir söng Sunnukórsins á tónleikum kórsins og á almennum skemmtunum. Gunnar sem einnig…

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar (2007)

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar á Ísafirði var líklega sett saman fyrir eina uppákomu, dansleik í tengslum við óhefðbundnu fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð sem haldin var í félagsheimilinu í Hnífsdal vorið 2007. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, Guðmundur sem hljómsveitin er kennd við, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum fyrir vestan og hefur væntanlega verið…

Hlífarkórinn (1954-)

Kór hefur verið starfandi innan kvenfélagsins Hlífar um langt árabil og er að öllum líkindum enn starfandi þó ekki finnist heimildir um starfsemi hans eftir 2018, kórinn gengur undir nafninu Hlífarkórinn. Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði var stofnað árið 1910 og hefur síðan þá haldið utan um samsæti fyrir eldri borgara á Ísafirði en það mun…

Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [1] (um 1950)

Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem starfaði á Ísafirði í kringum 1950, sveitin gekk stundum undir nafninu Miller-bandið hjá gárungunum sem kom til vegna misskilnings erlends trommuleikara sem hér starfaði – Gunnar hljómsveitarstjóri var iðulega kenndur við „Mylluna“ en hús hans gekk undir því nafni, trommuleikarinn hélt hins vegar að…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Haukur Daníelsson (1932-2000)

Harmonikkuleikarinn Haukur (Sigurður) Daníelsson fæddist í Súðavík sumarið 1932 en ólst upp á Ísafirði frá tveggja ára aldri. Hann mun hafa verið um sex ára aldur þegar hann byrjaði að leika á harmonikku en hann spilaði jafnan eftir eyranu og naut lítillar sem engar tónlistarkennslu. Hann hóf að leika á dansleikjum fremur ungur að árum…

Heimamenn [2] (2004)

Vorið 2004 starfaði hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Heimamenn og virðist sem svo að hún hafi verið sett sérstaklega saman fyrir dansleik sem haldinn var í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísafjarðar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit en af umfjöllun um hana að dæma gæti hún hafa verið skipuð fyrrum meðlimum…

Haltukjafti (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirska rokk- eða pönksveit sem gekk undir nafninu Haltukjafti. Lítið liggur fyrir um þessa hljómsveit annað en að hún átti efni á safnkassettunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (Dauðar og lifandi) sem Sigurjón Kjartansson (þá 14-15 ára gamall) stóð að baki. Hugsanlega var Sigurjón einn meðlimur sveitarinnar en óskað er eftir frekari upplýsingum…

Söngfjelagið úr Neðsta (1996-2001)

Sönghópur starfaði um fimm ára skeið um aldamótin 2000 á Ísafirði undir nafninu Söngfjelagið úr Neðsta. Söngfjelagið úr Neðsta mun hafa verið stofnað í Neðstakaupstað á Ísafirði vorið 1996 í tengslum við sumarhátíð fyrir vestan en hópurinn hlaut reyndar ekki nafn fyrr en um ári síðar, um páskana 1997 þegar hann kom fram á dagskrá…

Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Sjómannakórinn á Ísafirði (1938-46)

Karlakór var starfræktur á Ísafirði fyrir miðja síðustu öld undir nafninu Sjómannakórinn á Ísafirði en eins og nafnið gefur til kynna var hann eingöngu skipaður sjómönnum og var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kórinn kom að öllum líkindum fyrst fram á fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur, í júní 1938 en síðan þá…

Sægreifarnir (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirsku hljómsveitina Sægreifana en hún var starfrækt undir lok síðustu aldar og lék á dansleikjum á Ísafirði og reyndar víðar um Vestfirðina. Sægreifarnir voru hvað virkastir í kringum páskana og um sumarið 1997 og starfaði sveitin eitthvað fram á árið 1998, og hugsanlega lengur í hvora áttina sem er. Fyrir…

Samúel Einarsson (1948-2022)

Samúel Einarsson eða Sammi rakari eins og hann var iðulega nefndur var kunnur tónlistarmaður vestur á Ísafirði, hann starfaði þar með fjölmörgum hljómsveitum og var BG flokkurinn þeirra þekktust en sú sveit naut nokkurra vinsælda á landsvísu. Samúel gaf út plötu með eigin tónsmíðum þegar hann var kominn á áttræðisaldur. Samúel Jón Einarsson var fæddur…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði (?)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem nefndur hefur verið Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði en hann var starfandi annars vegar á sjötta áratug liðinnar aldar (að minnsta kosti veturinn 1942-43 undir stjórn Jóhönnu Johnsen söngkennara (Jóhönnu Jóhannsdóttur)) og hins vegar á sjöunda áratugnum undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans á Ísafirði, Ragnars H. Ragnar (líklega að minnsta…

Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar (1961-62)

Óskað er eftir upplýsingum um barnakór, Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar sem starfræktur var að minnsta kosti veturinn 1961 til 62, fyrir liggur að söngkennari skólans stjórnaði þessum kór en nafn kennarans vantar. Kórinn söng á skólaslitum Barnaskólans á Ísafirði vorið 1962 en upplýsingar vantar jafnframt um hvort hann starfaði lengur en fram á vorið.

Stórsveit MÍ (1991-92)

Hljómsveit starfaði innan Menntaskólans á Ísafirði (Framhaldsskólans á Ísafirði) undir nafninu Stórsveit MÍ veturinn 1991-92 og naut hún nokkurra vinsælda fyrir vestan en þessi sveit mun upphaflega hafa sérhæft sig í tónlistinni úr kvikmyndinni The Commitments sem þá naut mikillar hylli. Upphaflega hafði verið ráðgert að sveitin kæmi einungis einu sinni fram en eftir frábærar…

Speed diffusion (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði í kringum 1990 og bar heitið Speed diffusion en ekkert liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraleikara annað en að Arnþór Benediktsson var líklega bassaleikari sveitarinnar.

Sólarkvartettinn (1996-97)

Sólarkvartettinn var að öllum líkindum söngkvartett, starfandi á Ísafirði veturinn 1996-97 að minnsta kosti. Hér er giskað á að Sólarkvartettinn hafi verið starfræktur innan Sunnukórsins en frekari upplýsingar óskast um hann.

Sonic [3] (1993)

Hljómsveitin Sonic var starfandi árið 1993, hugsanlega á Ísafirði en heimildir um hana eru af afar skornum skammti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Skrölt (1983)

Pönksveitin Skrölt mun hafa verið starfrækt á Ísafirði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin átti efni á safnkassettunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem Sigurjón Kjartansson, þá ungur tónlistarmaður á Ísafirði sendi frá sér undir útgáfumerkinu Ísafjörður über alles, árið 1983. Sigurjón mun sjálfur hafa verið einn liðsmaður sveitarinnar, e.t.v. leikið þar á…

Skólalúðrasveit Ísafjarðar (1958-66)

Lúðrasveit var starfandi innan tónlistarskólans á Ísafirði undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og fram á þann sjöunda, um tíma virðist sem um einhvers konar samstarf tónlistarskólans og barnaskólans hafi verið að ræða. Skólalúðrasveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1958 þegar Ísak E. Jónsson kom til starfa við tónlistarskólann og sá hann um að…

Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði (1948-72)

Við Húsmæðraskólann á Ísafirði eða Húsmæðraskólann Ósk eins og hann hét reyndar upphaflega (eftir kvenfélaginu Ósk) starfaði um tíma kór undir stjórn Ragnars H. Ragnar söngkennara skólans. Skólinn hafði verið starfandi síðan 1912 en árið 1948 fluttist hann í nýtt eigið húsnæði við Austurveg og það sama haust kom Ragnar H. Ragnar þangað til starfa…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Ísafjarðar (1950-70)

Skólahljómsveitir komu nokkuð við sögu Gagnfræðaskóla Ísafjarðar meðan sá skóli var og hét en hann var stofnaður árið 1931 og starfaði til 1983 þegar nafni hans var breytt í Grunnskóli Ísafjarðar. Um 1950 var skólahljómsveit í skólanum en það var kvartett skipaður þeim Ólafi Kristjánssyni píanóleikara (síðar bæjarstjóra í Bolungarvík), Þórði Finnbjörnssyni trompetleikara, Kristjáni Jónssyni…

Skippers (1965-69)

Hljómsveitin Skippers var bítlasveit á Ísafirði sem skartaði nokkrum tónlistarmönnum sem síðar léku með þekktum hljómsveitum eins og Grafík, Ýr, GRM o.fl. Skippers var að öllum líkindum stofnuð haustið 1965 og starfaði til 1969 en sveitir eins og Blackbird, Trap o.fl. voru síðar stofnaðar upp úr henni. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari,…

Skítkast (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Skítkast og var frá Ísafirði kom að minnsta kosti einu sinni fram á dansleik í Hnífsdal í kringum 1980 en sveitin var eins konar grínatriði meðlima Danshljómsveitar Vestfjarða og Helga Björnssonar, sem síðar varð þekktur sem söngvari. Grínið gekk út á að koma fram sem pönksveit en meðlimir Danshljómsveitar Vestfjarða skiptu…

Sjallinn Ísafirði [tónlistartengdur staður] (1937-2006)

Sjálfstæðisflokkurinn og félög innan flokksins ráku og áttu nokkur samkomuhús víða um land og eru líklega Sjálfstæðishúsið við Austurvöll (síðar Sigtún, Nasa o.fl.) og Sjallinn á Akureyri þeirra þekktust, en á Ísafirði var einnig slíkt hús sem gekk eins og fleiri slík hús undir nafninu Sjallinn. Erfitt er að finna heimildir um hvenær húsið, sem…

Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Sigurður Rósi Sigurðsson (1950-)

Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari lék með nokkrum ísfirskum hljómsveitum á áttunda áratugnum áður en hann flutti til Nýja Sjálands en þar hefur hann búið síðan. Sigurður Rósi fæddist á Ísafirði 1950 og byrjaði að leika á gítar á unglingsárunum, hann lék með ýmsum hljómsveitum þar vestra eins og Náð, Danshljómsveit Vestfjarða, Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, Gancia…

Sérsveitin [3] (2001-02)

Sérsveitin var hljómsveit starfandi á Vestfjörðum veturinn 2001-02 en hún var eins konar samstarf milli bæjarfélaga vestra, sameiginleg skólahljómsveit grunnskólanna í Bolungarvík og Ísafirði í samstarfi við tónlistarskólana á stöðunum og Menntaskólans á Ísafirði. Sveitin var sett á laggirnar í upphafi árs 2001 og starfaði líklega fram á vorið 2002 undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar,…

Færibandið [4] (2004)

Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins  voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.

Four ugly fellows (?)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirska bítlahljómsveit, þá væntanlega starfandi einhvern tímann um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, sem gekk undir nafninu Four ugly fellows (4 ugly fellows). Þar er átt við meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma o.s.frv.

Flensan (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit á Ísafirði sem gekk undir nafninu Flensan en ekki er vitað hvenær. Rúnar Þór Pétursson og Örn Jónsson munu hafa verið meðlimir þessarar sveitar en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir léku eða hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Captain dangerous MacPrick (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1990 og gekk undir nafninu Captain dangerous MacPrick. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Benediktsson bassaleikari, Jónas [?], Elmar [?] og hugsanlega fleiri en þeir voru þá á unglingsaldri.

Gömlu brýnin [1] (1988-91)

Á Ísafirði starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1990 hljómsveit undir nafninu Gömlu brýnin (einnig kallað GB-tríóið) sem spilaði víðs vegar um Vestfirði en þó líklega mest í heimabænum. Sveitin var stofnuð haustið 1988 og voru meðlimir hennar alla tíð reynsluboltarnir Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Ásthildur Cesil Þórðardóttir söngkona…

Grafík (1981-)

Hljómsveitin Grafík frá Ísafirði er líklega þekktasta hljómsveit Vestfjarða en sveitin gaf út fimm ólíkar plötur sem allar fengu prýðilega dóma, hún ól jafnframt af sér tvo af þekktustu söngvurum íslenskrar poppsögu og tveir meðlimir hennar í viðbót hafa sent frá sér fjölda sólóplatna. Stofnun sveitarinnar átti sér nokkurn aðdraganda en flestir meðlimir hennar höfðu…

Glymjandi (1910-16)

Söngfélagið Glymjandi starfaði um nokkurra ára skeið á Ísafirði á öðrum áratug síðustu aldar og kom fram á fjölda söngskemmtana fyrir vestan. Það var tónlistarfrömuðurinn Jónas Tómasson (hinn eldri) sem stjórnaði þessum blandaða kór alla tíð en kórinn innihélt um tvo tugi meðlima. Kórinn var stofnaður haustið 1910 en Jónas hafði veturinn á undan verið…

Gancía (1979-80)

Ísfirska hljómsveitin Gancía (Gancia) var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Guðmundsson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía starfað…

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson mun hafa tekið við…

Mengun (1971)

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 1971 lék hljómsveit sem bar heitið Mengun, á unglingadansleik á Ísafirði. Hér er óskað eftir upplýsingum um sveitina, meðlimi hennar, starfstíma og fleira bitastætt. Að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða.

Mánakvartettinn [1] (1956-60)

Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti. Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til…

Make it (1975-76)

Hljómsveitin Make it starfaði um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar í Reykjavík. Sveitin var stofnuð í Breiðholtsskóla og því voru meðlimir hennar fremur ungir að árum, það voru þeir Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari (Gammar, Dada o.m.fl.), Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari (Dada, Bogart o.fl.) og Jökull Úlfsson trommuleikari (B.G & Ingibjörg, Egó o.fl.) sem allir voru…

Mamma hestur (1997-99)

Hljómsveitin Mamma hestur frá Ísafirði vakti nokkra athygli á Músíktilraunum vorið 1997 þótt ekki færi hún í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ásgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Valdimar Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur B. Halldórsson gítarleikari, Gunnar Örn Gunnarsson trommuleikari, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson bassaleikari og Stefán Önundarson blásari. Ekki liggur reyndar alveg ljóst fyrir hversu lengi starfaði…

M.G. tríó (1948-49)

M.G. tríó starfaði á veitingastaðnum Uppsölum (síðar Sjallanum) á Ísafirði um tíma um miðja síðustu öld og var eins konar húshljómsveit sem lagði mikla áherslu á Fats Waller píanódjass. M.G. stóð fyrir Magnús Guðjónsson sem lék á píanó en aðrir meðlimir voru Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) sem lék á harmonikku (og hugsanlega saxófón) og Erich…

M.Í. kvartettinn (1983-86)

M.Í. kvartettinn var söngkvartett starfandi innan Menntaskólans á Ísafirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega hafði verið ætlunin að stofna kór innan MÍ árið 1983 en þegar aðeins um tíu manns sýndu málinu áhuga og fækkaði heldur þar til eftir voru fjórir, var M.Í. kvartettinn stofnaður. Meðlimir hans voru þeir Heimir S. Jónatansson og…

Villi Valli (1930-2024)

Villi Valli er líkast til einn þekktasti tónlistarmaður Vestfjarða, hann starfrækti fjölda sveita um og eftir miðja síðustu öld og sendi frá sér tvær plötur eftir sjötugt. Villi Valli sem hét fullu nafni Vilberg Valdal Vilbergsson fæddist á Flateyri vorið 1930 og ól manninn nánast alla sína tíð fyrir vestan. Á æskuárum sínum á Flateyri…