
Arnór Dan
Tveir tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni:
Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig á hljómborð, trommur og fleiri hljóðfæri í hljómsveitum eins og Gaulverjum, Afris og Sonus futurae auk þess að gefa út sólóskífu.
Arnór Dan Arnarson söngvari Agent fresco á einnig afmæli í dag en hann er þrjátíu og eins og árs gamall. Agent fresco sendi í fyrra frá sér plötu sem hefur vakið fádæma athygli en Arnór hefur einnig starfað með tónlistarmönnum eins og Ólafi Arnalds, Björgvini Halldórssyni og Retro Stefson svo dæmi séu tekin.














































