Skólahljómsveitir Verzlunarskólans – Efni á plötum

Nemendamót VÍ 1989-1994: The best of Nemendamót VÍ – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Verslunarskóla Íslands Útgáfunúmer: NFVÍCD 001 Ár: 1994 1. Alma Rögnvaldsdóttir – Easy to be hard (úr Hárinu) 2. Svanhildur Björgvinsdóttir – Tallula (úr Bugsy Malone) 3. Óttar Pálsson – Boogaloo (úr Tívolí) 4. Björgvin Sigurðsson – Pinball wizard (úr Tommy) 5. Guðmundur Aðalsteinsson…

Skólahljómsveitir Verzlunarskólans (1932-)

Löng hefð er fyrir öflugu tónlistar- og leiklistarstarfi í félagslífi nemenda Verzlunarskóla Íslands og hafa nemendamót skólans iðulega verið með stærri samkomum sem nemendafélög skóla hér á landi halda utan um, þar hafa um langt árabil verið settar upp stórar leiksýningar, oft söngleikir á svið með hljómsveit og söng. Málið hafa þó þróast með þeim…

Skólakór Húsmæðraskólans á Varmalandi (1955-66)

Svo virðist sem skólakór hafi verið starfandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði um tíma en skólinn starfaði á árunum 1946-86). Vitað er að Bjarni Andrésson kennari stjórnaði skólaskór á Varmalandi árið 1955 en hann hafði þá verið þar við störf um nokkurra ára skeið, jafnframt virðist hafa verið kór starfandi innan veggja skólans árið…

Skólakór Húsmæðraskólans á Laugum (1931-74)

Skólakórar voru starfræktir við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en upplýsingar um þá eru af skornum skammti. Húsmæðraskólinn að Laugum starfaði á árunum 1929-85 (síðustu árin undir nafninu Hússtjórnarskólinn á Laugum) og störfuðu kórar við skólann að minnsta kosti annað slagið undir stjórn söngkennara. Þannig mun hafa verið starfandi kór við skólann veturinn…

Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði (1948-72)

Við Húsmæðraskólann á Ísafirði eða Húsmæðraskólann Ósk eins og hann hét reyndar upphaflega (eftir kvenfélaginu Ósk) starfaði um tíma kór undir stjórn Ragnars H. Ragnar söngkennara skólans. Skólinn hafði verið starfandi síðan 1912 en árið 1948 fluttist hann í nýtt eigið húsnæði við Austurveg og það sama haust kom Ragnar H. Ragnar þangað til starfa…

Skólakór Héraðsskólans á Laugum (1933-76)

Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu starfaði á árunum 1925-88 en þá hlaut hann nafnið Framhaldsskólinn á Laugum. Kórsöngur var iðkaður lengi undir handleiðslu söngkennara skólans. Engar upplýsingar er að finna um söngkennslu eða kórsöng innan héraðsskólans á fyrstu starfsárum hans en árið 1933 kom Páll H. Jónsson til starfa og kenndi þá m.a.…

Skólakór Lýðháskólans í Skálholti (1975-76)

Lýðháskólinn í Skálholti (síðar einnig kallaður Skálholtsskóli) var starfræktur á árunum 1972-93 undir því nafni, lengst af undir stjórn sr. Heimis Steinssonar. Skólinn var afar fámennur og því tæplega grundvöllur fyrir skólakór en veturinn 1974-75 var þó þar starfandi kór undir stjórn söngkennarans Lofts Loftssonar, sem kom fram á skólaslitum skólans vorið 1975 og hugsanlega…

Afmælisbörn 12. janúar 2022

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Afmælisbörn 11. janúar 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo…

Afmælisbörn 10. janúar 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og þriggja ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Afmælisbörn 8. janúar 2022

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og þriggja ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2022

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og níu ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Skrýplarnir (1979)

Allir þekkja strumpana (The Smurfs) og sögurnar um þá en belgíski teiknarinn Peyo (Pierre Culliford) skóp þá á sjötta áratug síðustu aldar, upphaflega sem aukapersónur í teiknimyndasögu um Hinrik og Hagbarð en síðar urðu þeir aðalpersónur í eigin bókum og í kjölfarið fylgdu síðar teiknimyndir, kvikmyndir o.fl. Hollenski söngvarinn og leikarinn Pierre Kartner (Petrus Antonius…

Skrýplarnir – Efni á plötum

Skrýplarnir – Skrýplarnir [ep] Útgefandi: Ýmir Útgáfunúmer: Ýmir 008 Ár:1979 1. Kvak, kvak 2. Litlu andarungarnir 3. Míó Maó 4. Sandkassasöngurinn Flytjendur: Gunnar Þórðarson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Haraldur Sigurðsson og Skrýplarnir – Haraldur í Skrýplalandi Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ 203 Ár: 1979 1. Skrýplasöngurinn 2. Skrýplagos 3. Lenda í stuð…

Skólakór Fossvogsskóla (1978-83)

Fáar heimildir finnast um kór nemenda við Fossvogsskóla sem starfaði undir lok áttunda áratugarins og við byrjun þess níunda. Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður haustið 1978 og starfað fram á vorið 1983, stjórnandi hans frá 1980 að minnsta kosti var Margrét Ólafsdóttir en ekki liggur fyrir hver stjórnaði honum fram að því –…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi (um 1945-65)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi en hann var þar starfræktur að minnsta kosti á árunum 1945 til 1965 – ekki er þó vitað hvort það var samfleytt. Óskað er eftir upplýsingum um starfstíma kórsins, kórstjórnendur og annað sem þætti bitastætt í umfjöllun um hann.

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri – Efni á plötum

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri – Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri 20 ára 1991 Útgefandi: Foreldrafélag Blásaradeildar Tónlistarskólans á Akureyri Útgáfunúmer: TSA 001 Ár: 1991 1. Valdresmarsj 2. Bolero 3. The Beatles, selection (úr safni Bítlanna) 4. Sabre dance (Sverðdansinn) 5. Tjarnarmars 6. A festive overture (Hátíðarforleikur) 7. In harmony 8. Concerto for Wind-band (Konsert fyrir blásarasveit)…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Skólakór Gerðaskóla [1] (1985-93)

Sönglíf var nokkurt í Gerðaskóla í Garði á sínum tíma og var þar skólakór starfræktur um skeið, að minnsta kosti á árunum 1985 til 93 en líklega þó lengur. Fyrir liggur að söngkennsla var við Gerðaskóla allt frá árinum 1952 en um það leyti kom Auður Tryggvadóttir til starfa sem söngkennari skólans. Auður var mikilvirk…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (1960-88)

Margt er á huldu varðandi kórsöng nemenda við Gagnfræðaskólann á Akureyri en þessi umfjöllun miðast við að skólakór hafi verið starfandi við skólann nokkuð samfellt frá 1964 til 1988, þau ártöl eru þó engan veginn marktæk og nokkuð öruggt er að kórastarf var iðkað mun lengur við skólann en stofnunin var starfrækt undir því nafni…

Skólakór Hamarsskóla (1994-2002)

Í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum starfaði kór um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld. Það var Bára Grímsdóttir tónskáld sem þá starfaði um skeið í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af stofnun kórsins og stjórnaði honum meðan hún bjó í Eyjum til 2002. Skólakór Hamarsskóla kom einkum og aðallega…

Skólakór Grunnskólans í Hveragerði (1978-)

Skólakórar hafa verið starfræktir við Grunnskólann í Hveragerði um árabil og líklega nokkuð samfleytt frá árinu 1978 að minnsta kosti, fyrst við barnaskólann og svo áfram eftir að barna- og gagnfræðaskólarnir sameinuðust árið 1988 í Grunnskóla Hveragerðis. Kórarnir í Hveragerði hafa gengið undir ýmsum nöfnum í fjölmiðlum s.s. barnakór, kór, skólakór Hveragerðis, barnaskólans, gagnfræðaskólans, grunnskólans…

Skólakór Grunnskólans á Hellissandi (1997-2004)

Í kringum síðustu aldamót var kór nemenda starfræktur við Grunnskólann á Hellissandi en ekki eru miklar upplýsingar að finna um þennan kór. Fyrir liggur að kórinn var starfandi vorið 1998 undir stjórn Svavars Sigurðssonar og gera má ráð fyrir að hann hafi þá verið starfandi um veturinn en heimildir finnast ekki um að hann hafi…

Skólakór Glerárskóla (1977-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skólakór Glerárskóla sem starfaði undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, hugsanlega þó lengur. Ekki liggur fyrir hvort kórinn (sem einnig var kallaður Barnakór Glerárskóla) starfaði samfleytt en hann var starfandi 1977, 1979 (undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar) og 1983 (undir stjórn Ásrúnar Atladóttur).

Afmælisbörn 5. janúar 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og sjö ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2022

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2022

Afmælisbörnin eru fjögur á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og sjö ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2022

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og níu ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…

Afmælisbörn 1. janúar 2022

Glatkistan hefur þrjú tónlistartengd afmælisbörn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og fimm ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…