Hendrix (1968-70)

Unglingahljómsveit sem bar nafnið Hendrix starfaði á Siglufirði að öllum líkindum á árunum 1968-70 og hefur væntanlega leikið einhvers konar blúsrokk.

Þessi sveit var hugsanlega stofnuð haustið 1968 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þórhallur Benediktsson gítarleikari, Viðar Jóhannsson bassaleikari og Óttar Bjarnason trommuleikari. Leó R. Ólason orgelleikari bættist fljótlega í hópinn og síðan Guðni Sveinsson gítarleikari.

Sveitin sem augljóslega fékk nafn sitt frá bandaríska gítarleikaranum Jimi Hendrix, starfaði að öllum líkindum til ársins 1970 en ekki liggur fyrir hvort hún lék einhverju sinni á opinberum vettvangi.