
Hots
Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin.
Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi sveit lék nákvæmlega en það mun ekki hafa verið á Hótel Siglunesi.
Meðlimir hljómsveitarinnar voru Þórhallur Stefánsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófónleikari, Óskar Cortes saxófónleikari og Baldur Kristjánsson píanóleikari. Einnig virðist hafa verið til önnur útfærsla af þessari sveit sem innihélt þá Þórhall trommuleikara, Óskar fiðluleikara, Stefán sem þá gæti hafa leikið á píanó og Þorvald Steingrímsson fiðluleikara en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.














































