Bræðrabandið [10] – Efni á plötum

Bræðrabandið [10] – Bræðrabandið Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Alparós 2. Dísir vorsins 3. Blikandi haf 4. Ég mætti þér um kvöld 5. Æskuminning 6. Gömul spor 7. Aðfangadagskvöld jóla 1912 8. Rauðasta rósin 9. Við gengum tvö 10. Dimmbláa nótt 11. Ég vil með þér ganga 12. Gamla fatan…

Bræðrabandið [10] (2017-)

Litlar upplýsingar er að finna um tríó bræðra á Ólafsfirði sem kallar sig Bræðrabandið og hefur komið fram í nokkur skipti, frá árinu 2017 að minnsta kosti. Þeir bræður, Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir hafa sent frá sér plötu sem hefur að geyma tuttugu og níu lög úr ýmsum áttum en platan ber…

Bræðurnir Brekkan (1989)

Bræðurnir Brekkan var nafn hópsins sem flutti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1989, Í brekkunni en það naut mikilla vinsælda um sumarið og telst meðal sígildra þjóðhátíðarlaga. Það var Jón Ólafsson sem samdi lagið en Bjartmar Guðlaugsson textann. Það var því við hæfi að Bítlavinafélagið sem Jón var þá hluti af flytti lagið en það skipuðu auk Jóns,…

Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír. Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915. Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney…

Bugjuice (1995)

Hljómsveitin Bugjuice var meðal flytjenda á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Ein Stór fjölskylda (1995) en framlag þeirra þar var það eina sem kom frá sveitinni. Bugjuice var rappsveit en með sýrufönkívafi og voru meðlimir hennar Hrannar Ingimarsson gítarleikari og forritari, Jón O. Guðmundsson söngvari og trompetleikari, Eiríkur Þorleifsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

BT company (2000)

Bjarni Tryggvason trúbador starfrækti hljómsveit sem lék nokkuð á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun og fram á haust árið 2000, undir nafninu BT company (BT & company). Auk Bjarna sem lék á gítar og söng voru Kristinn Gallagher bassaleikari, Sigurður R. [?] trommuleikari og Ingi Valur [Grétarsson?] gítarleikari og söngvari. Ingó [?] hafði tekið við…

Afmælisbörn 9. janúar 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttræður í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf jafnframt út tvær plötur…

Afmælisbörn 8. janúar 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil),…

Afmælisbörn 7. janúar 2019

Enn og aftur er dagurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2019

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og sex ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2019

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2019

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2019

Afmælisbörnin eru þrjú á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og fjögurra ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Brúðubíllinn – Efni á plötum

Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 005 Ár: 1983 1. Kynning 2. Lilli og litirnir, söngleikur; Lilli rólar / Gúmmístígvélin taka lagið / Amma og drekarnir 3. Refurinn og ungarnir, leikrit með söngvum: Ungasöngur 4. Langamma syngur um Ingeborg frænku: danskt lag 5. Lilli og félagar 6. Ungasöngur 7. Galdrakerlingin: breskt þjóðlag 8. Á…

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…

Brynjólfur Jóhannesson – Efni á plötum

Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1. Áramótasyrpan 2. Domino Flytjendur: Brynjólfur Jóhannesson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar; – Björn R. Einarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Brynjólfur Jóhannesson – Gamanvísur [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45…

Brútal (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Brútal (Brutal) sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1993, hversu lengi hún starfaði og hverjir skipuðu hana.

Brúartríóið (1960-62)

Takmarkaðar heimildir er að finna um tríó sem kennt hefur verið við Brú í Hrútafirði og var einfaldlega kallað Brúartríóið. Meðlimir þess í upphafi og lengi vel voru Gunnar Ó. Kvaran harmonikkuleikari, Helgi Steingrímsson gítarleikari og Þórir Steingrímsson trommuleikari en þeir Helgi og Þórir voru bræður. Þeir byrjuðu að leika saman árið 1960 en Þórir…

Bræðrabandalagið [2] (2000-03)

Bræðurnir Þorlákur Ægir og Bjarni Freyr Ágústssynir skipuðu dúettinn Bræðrabandalagið og komu fram undir því nafni um og eftir síðustu aldamót, allavega á árunum 2000 til 2003. Dúettinn var starfræktur fyrir austan, annað hvort á Egilsstöðum eða Norðfirði en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Brynjólfur Þorláksson (1867-1950)

Segja má að Brynjólfur Þorláksson hafi verið einn af tónlistarfrumkvöðlum Íslands en hann spilar nokkuð stóra rullu við upphaf tuttugustu aldarinnar þegar söng- og kórastarf var að mótast hér á landi sem og í sönglífi Vestur-Íslendinga í Kanada, þá var hann einnig afar fær harmóníum-leikari og var um tíma Dómkirkjuorganisti. Í umfjöllunum um Brynjólf og…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Efni á plötum

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Blanda Útgefandi: Brynjólfur Lárusson, Jónmundur Kjartansson og Hrólfur Vagnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Látum gleðina taka öll völd 2. Sjóferð 3. Tómið 4. Hugleiðing 5. Eldgamall bóndi 6. Þú 7. Lífið 8. Bolungavík 9. Ég sjómaður er 10. Ekki láta aftra þér 11. Heilabúið 12. Biðin Flytjendur:…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson (1989)

Þeir Brynjólfur Lárusson (1953-91) og Jónmundur Kjartansson (1955-) höfðu starfað í hljómsveitum í Bolungarvík (Mímósa og Krosstré) á sínum yngri árum og fengu í lok níunda áratugar síðustu aldar þá hugmynd að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Þeir leituðu til félaga síns, Hrólfs Vagnssonar sem einnig hafði komið við sögu í hljómsveitunum með þeim,…

Brynjólfur Jóhannesson (1896-1975)

Brynjólfur Jóhannesson telst meðal fremstu leikara hér áður fyrr þótt hvorki væri hann menntaður leikari né starfaði við það eingöngu. Brynjólfur fæddist 1896 í Reykjavík, lauk verslunarskólanámi í Kaupmannahöfn og gerðist um tíma verslunarmaður á Ísafirði og Akureyri áður hann fluttist aftur til Reykjavíkur en hann starfaði síðan sem bankamaður í rúmlega fjörutíu ár og…

Bræðrabandið [3] (?)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan frímúrarareglunnar, hugsanlega á tíunda áratug síðustu aldar. Magnús Guðbrandsson mun hafa verið einn meðlima hennar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Bræðrabandið [2] (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Bræðrabandið var starfandi á Vesturlandi, hugsanlega á níunda áratug síðustu aldar og jafnvel gæti verið um sömu sveit að ræða snemma á 21. öldinni og fram á annan áratug hennar. Mögulegur starfsvettvangur þessarar sveitar er allstór, allt frá Búðardal, Miklaholtshrepp eða jafnvel Akranes. Sævar Ingi Jónsson gæti hafa verið einn meðlima…

Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Afmælisbörn 2. janúar 2019

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og sex ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…

Afmælisbörn 1. janúar 2019

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…

Afmælisbörn 31. desember 2018

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) á stórafmæli en hann er sextugur í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið sinnt tónlistinni síðustu…

Afmælisbörn 30. desember 2018

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2018

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru tvö talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2018

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést fyrr á þessu ári. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til…

Bruni BB – Efni á plötum

Bruni BB – Laugardag 14 nóv kl 21: Bruni BB konsert í Nýlistasafninu [snælda] Útgefandi: Broken heart records Útgáfunúmer: ids01 Ár: 1981 1. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 2. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 [framhald] 3. [án titils] 4. [án titils] Flytjendur: Helgi…

Bruni BB (1981-82)

Hljómsveitarinnar Bruna BB verður sjálfsagt helst minnst fyrir að vera óvinsælasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en þessi umdeilda sveit vakti andúð nánast í hvert sinn sem hún lék opinberlega og hending var ef sveitin fékk að klára tónleika sína. Fyrst skal hér nefnt nafn sveitarinnar sem meðlimir hennar hafa reyndar aldrei tjáð sig almennilega um en…

Brunaliðið – Efni á plötum

Brunaliðið – Úr öskunni í eldinn Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 014 / SCD 144 Ár: 1978 / 1994 1. Ég er á leiðinni 2. Landslag 3. Freknótta fótstutta mær 4. Alein 5. Kæra vina 6. Sandalar 7. Einskonar ást 8. Komdu 9. Ali Baba 10. Gaukshreiðrið Flytjendur: Magnús Eiríksson – gítar Magnús Kjartansson…

Brunaliðið (1978-80)

Brunaliðið var allt í senn, ein vinsælasta, afkastamesta og sukksamasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún skartaði nokkrum af skærustu poppstjörnum landsins á því tæplega tveggja ára skeiði sem hún starfaði. Tvennum sögum fer af því hvernig Brunaliðið varð til, annars vegar hefur verið sagt að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi (síðan nefndur Skífu-Jón) hafi fengið hugmyndina um…

Brot [1] (1983)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveit frá Sauðárkróki (eða nágrenni) sem starfaði sumarið 1983 undir nafninu Brot. Ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða hljómsveit unglinga. Allar frekari upplýsingar um Brot má senda Glatkistunni, meðlimi hennar, starfstíma o.s.frv.

Brongrest lædrol band (1983)

Árið 1983 starfaði stúlknahljómsveit austur á Fjörðum undir nafninu Brongrest lædrol band en sveitin kom fram ásamt fleiri sveitum á rokktónleikum í Hótel Egilsbúð á Norðfirði þá um vorið. Heilmikil kvennasveitavakning hafði þá verið á Austfjörðum og sveitir eins og Lóla og Dúkkulísurnar voru öðrum kynsystrum þeirra hvatning til frekari verka. Meðlimir Brongrest lædrol band…

Brjálað tóbak (1983)

Haustið 1983 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Brjálað tóbak. Þessi sveit sem mun hafa spilað einhvers konar rokk eða pönk, var skammlíf og lék hugsanlega bara á einum tónleikum. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Bris – Efni á plötum

Bris – Bris [ep] Útgefandi: Insúlín útgáfa Útgáfunúmer: Insúlín 001 Ár: 2001 1. Weimar 2. Blóð 3. Svört mold 4. Þeir brenna Flytjendur: Snorri Petersen – söngur og gítar Guðmundur Stefán Þorvaldsson – gítar Þorsteinn R. Hermannsson – bassi Jón Geir Jóhannsson – trommur Bris – Hugmyndir Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [óútgefið] 1.…

Bris (1998-2003)

Hljómsveitin Bris var sveimrokksveit sem starfaði í nokkur ár í kringum aldamótin. Bris var stofnuð 1998 og voru meðlimir hennar Snorri Petersen söngvari og gítarleikari, Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. 1999 keppti sveitin í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, komst þar í úrlit og var með tvö lög…

Bringuhárin (1982-83)

Hljómsveitin Bringuhárin starfaði í nokkra mánuði á árunum 1982 og 83, hún lék einkum á skóladansleikjum og þess konar böllum. Sveitin var stofnuð haustið 1982, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari og söngvari skipuðu hana en hún var starfrækt fram á…

Brókin hans afa (1992)

Brókin hans afa var tríó sem tók þátt í hæfileikakeppni Menntaskólans á Akureyri 1992, Viðarstauk en ekki liggur fyrir hvort tríóið var sett eingöngu saman fyrir keppnina eða hvort það starfaði lengur. Meðlimir Brókarinnar hans afa voru Tryggvi [Már Gunnarsson?] gítarleikari, Halldór [Már Stefánsson?] trommuleikari og Garth [Kien] bassaleikari. Engar sögur fara af árangri þeirra…

Brotnir bogar (1980-82)

Þjóðlaga- eða kammersveitin Brotnir bogar var starfrækt á Akranesi um og eftir 1980 og mun hafa verið stofnað fyrir tilstuðlan Wilmu Young sem þá kenndi tónlist við tónlistarskólann í bænum. Brotnir bogar áttu eftir að koma margsinnis fram á næstu árum og misstór eftir því, stundum voru þau fimm en mest voru þau líklega átta…

Brot af því besta [safnplöturöð] – Efni á plötum

Brot af því besta – Todmobile Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: IT 210 Ár: 2005 1. Stelpurokk 2. Ég heyri raddir 3. Betra en nokkuð annað 4. Brúðkaupslagið 5. Pöddulagið 6. Eldlagið 7. Eilíf ró 8. Í tígullaga dal 9. Lommér að sjá 10. Tryllt 11. Stúlkan 12. Voodooman Flytjendur: [sjá viðkomandi plötu/r] Brot af því…

Brot af því besta [safnplöturöð] (2005)

Árið 2005 sendi Sena-útgáfan frá sér nokkrar plötur í safnplöturöð sem gekk undir nafninu Brot af því besta, undir útgáfumerkinu Íslenskir tónar. Sena átti þá útgáfuréttinn af stærstum hluta íslenskrar útgáfusögu og var serían liður í að gera stórum nöfnum í íslenskri tónlist hátt undir höfði og gefa út safnplötur með þeim. Líklega var þá…