Hellix (2001)

Hellix

Hljómsveitin Hellix var starfrækt á Siglufirði árið 2001 en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr Grunnskóla Siglufjarðar.

Meðlimir sveitarinnar voru Sturlaugur Fannar Þorsteinsson gítarleikari, Gunnar Ragnarsson bassaleikari og Birkir Már Ingimarsson trommuleikari, jafnframt söng kennari þeirra við skólann Þórarinn Hannesson með sveitinni þegar hún kom fram.