
Ágúst Atlason
Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:
Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sextíu og sex ára gamall í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til liðs við Ríóið en einnig hefur hann verið í hljómsveitum eins og Alfa beta, sem gaf út plötu seint á níunda áratugnum. Ágúst er faðir Telmu Ágústsdóttur er söng Tell me í Eurovision keppninni árið 2000.














































