Norðurljós [1] (1980)

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru…

Nýja bandið [1] (1935-39)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Nýja bandið og starfaði á árunum 1935-39, með hléí. Nýja bandið, sem mun hafa innihaldið frá fimm og upp í sjö meðlimi, lék framan af mest í K.R. húsinu en síðar í Iðnó, svo virðist sem Tage Möller píanóleikari hafi verið hljómsveitarstjóri…

Ný augu (1986)

Hljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986. Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.…

Nútíð [2] [fjölmiðill] (1971)

Táningablaðið Nútíð kom út í fáein skipti árið 1971 og fjallaði að nokkru leyti um tónlist. Fyrsta tölublað Nútíðarinnar kom út vorið 1971 og var ritstjóri blaðsins Stefán Halldórsson, aðrir sem komu að útgáfu þess voru Kristinn Benediktsson og Sveinbjörn Sævar Ragnarsson. Tímaritinu var ætlað að fjalla um ýmis áhugamál íslenskra táninga, þ.á.m. tónlist og…

Númi Þorbergs (1911-99)

Númi Þorbergs (Númi Þorbergsson) var á árum áður einn kunnasti dægurlagatextahöfundur íslenskrar tónlistarsögu en margir textar hans eru enn vel kunnir í dag. Númi fæddist (1911) og ólst upp í Stafholtstungum en bjó þó lungann úr ævinni í Reykjavík við ýmis störf. Fæst þeirra voru tónlistartengd en hann var þó lengi dansstjóri á skemmtistöðum. Númi…

Nunnurnar (1975-76)

Söngtríóið Nunnurnar starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og kom reglulega fram á skemmtistöðum bæjarins. Nunnurnar þrjár voru Drífa Kristjánsdóttir, Janis Carol og Helga Steinsson en þær voru allar þjóðþekktar söngkonur hér á landi. Til stóð að Svavar Gests gæfi út plötu með þeim söngkonum en úr þeim fyrirætlunum varð aldrei, hins vegar komu…

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…

Afmælisbörn 11. október 2016

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og átta ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2016

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari á stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Afmælisbörn 9. október 2016

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2016

Afmælisbörnin eru þrjú að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fjörutíu og átta ára gamall. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og Lærisveinar…

Afmælisbörn 7. október 2016

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngvarinn (Sveinberg) Skapti Ólafsson er áttatíu og níu ára gamall á þessum degi. Skapti var af fyrstu rokkkynslóðinni, söng og lék á trommur með ýmsum sveitum eins og Fjórum jafnfljótum, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Hljómsveit Carls Billich og Hljómsveit Magnúsar Randrup auk eigin sveitar en hann varð þekktastur…

Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

Nora Kornblueh (1951-2008)

Sellóleikarinn Nora Sue Kornblueh bjó hérlendis og starfaði um árabil en hún var gift klarinettuleikaranum Óskari Ingólfssyni. Nora fæddist í Bandaríkjunum 1951, nam sellóleik og lauk námi með BM gráðu, hún kom hingað til lands 1980 og lék hér með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum kammersveitum, starfaði í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún…

Nonni og mannarnir (1988-89)

Nonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari. Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók…

Nokkuð stór (1973)

Nokkuð stór var söngsextett en hann starfaði 1973 innan Árnesingakórsins í Reykjavík, sem þá var undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. Eins og nafnið Nokkuð stór gefur til kynna var þarna á ferðinni sextett sem var nokkuð stór en meðlimir sextettsins voru reyndar sjö. Þetta voru þær Hjördís Geirsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Herdís P. Pálsdóttir, Úlfhildur…

Nítró [2] (1991)

Hljómsveit af Suðurnesjunum bar nafnið Nítró árið 1991. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru líkast til í yngri kantinum.

Nítró [1] (1989-91)

Sveitaballahljómsveitin Nítró var stofnuð á Sauðárkróki 1989 og starfaði um tveggja ára skeið. Meðlimir þessara sveitar voru þeir Guðmunudur Jónbjörnsson söngvari, Baldvin Ingi Símonarson gítarleikari, Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Arnar Kjartansson trommuleikari og Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari. Nítró lék á dansleikjum og þá mestmegnis á norðanverðu landinu.

Níkaragva group (um 1990)

Níkaragva group var starfandi í Hnífsdal en ekki er ljóst hvenær, hér er giskað á árin í kringum 1990. Nöfn tveggja meðlima sveitarinnar eru kunn en þeir Bragi Valdimar Skúlason (Baggalútur, Kalk o.fl.) gítarleikari og Kristján Freyr Halldórsson (Prins Póló, Geirfuglarnir o.fl.) trommuleikari ku hafa verið í henni. Upplýsingar um aðra meðlimir Níkaragva group, starfstíma…

Nippon (1983)

Hljómsveitin Nippon starfaði í Kópavogi 1983 og var skipuð ungum meðlimum. Einhver/jir meðlimir hennar var síðar í Þarmagustunum en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Nora Brocksted – Efni á plötum

Nora Brocksted & Monn Keys [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 92 Ár: 1955 1. Svo ung og blíð 2. Æskunnar ómar Flytjendur: Nora Brocksted – söngur hljómsveit Egils Monn-Iversen – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] Monn Keys kvintettinn – söngur   Nora Brocksted [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 115 Ár: 1957 1. Eyjavalsinn…

Nora Brocksted (1923-2015)

Norska söngkonan Nora Brocksted (fædd 1923) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún kom hingað tvívegis og skemmti landanum. Aukinheldur gaf hún út tvær plötur hérlendis þar sem hún söng á íslensku. Nora (skírð Nora Berg) hafði sungið með norska söngkvintettnum Monn keys um tíma þegar kvintettinn kom til Íslands árið 1954 og hélt…

Afmælisbörn 6. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Björgvin Guðmundsson – Efni á plötum

Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 086 Ár: 1975 1. Hver á sér fegra föðurland 2. Smalastúlkan 3. Litfríð og ljóshærð 4. Búðarvísur 5. Til skýsins 6. Í fögrum dal 7. Íslands hrafnistumenn 8. Ó, fögur er vor fósturjörð 9. Íslands lag 10. Í rökkuró hún sefur 11.…

Afmælisbörn 4. október 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er fimmtíu og níu ára gamall. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1985, hefur…

Blús á Café Rósenberg

Blúsfélag Reykjavíkur efnir til blúskvölds í kvöld, mánudagskvöldið 3. október klukkan 21, á Café Rósenberg við Klapparstíg. Það verða þau Kristján Kristjánsson (KK), Andrea Gylfadóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðmundur Pétursson, Pétur Tyrfingsson, Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Sigurður Sigurðsson sem halda uppi blús stemmingunni í kvöld. Blúskvöld verða haldin fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði veturinn 2016-17…

Afmælisbörn 3. október 2016

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og þriggja ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…

Afmælisbörn 2. október 2016

Afmælisbörn dagsins eru fjögur í dag, þetta er dagur trommuleikara: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og fimm ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…

Afmælisbörn 1. október 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fertugur á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og Skálmöld sem er…