
Fjölnir Stefánsson
Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi:
Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við ýmsa tónlistarskóla áður en hann var skólastjóri Tónlistarskólans í Kópavogi en því starfi gegndi hann í á fjórða áratug, hann hlaut titilinn heiðurslistamaður Kópavogs 1994. Fjölnir sinnti aukinheldur ýmsum félagsmálum tónlistarmanna, var t.a.m. formaður stjórnar Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, var í stjórn STEF og var meðal stofnenda Musica nova.