Þotur (um 1960)

Axel Einarsson mun hafa verið í hljómsveitinni Þotur sem starfrækt var í Réttarholtsskóla, líkast til á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar – en sveitin mun hafa hætt störfum 1963.

Fyrir liggur að auk Axels hafi Kristján Snorri Baldursson bassaleikari verið einn meðlima Þota en allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.