Siggi Helgi – Efni á plötum

Siggi Helgi – Feti framar… Útgefandi: Studio Bimbo Útgáfunúmer: Studio Bimbo 005 Ár: 1984 1. Þú ert mín eiginkona 2. Ástardís 3. Lífið 4. Eitt ég vita vil 5. Jói vin 6. Linda og Billa 7. Ófremdarástand 8. Lilja 9. Alki 10. Of ung 11. Tvöfaldur brennivín í kók 12. Manstu Flytjendur: Sigurður Helgi Jóhannsson…

Sigrún Jóhannesdóttir [1] (?)

Litlar og fáar heimildir finnast um píanóleikarann Sigrúnu Jóhannesdóttur en hún mun hafa verið fyrst hérlendis til að leika undir við kvikmyndasýningar, starfaði við það í Gamla bíói um nokkurt skeið en hætti árið 1918. Sigrún var jafnframt píanókennari og mun það hafa verið hennar aðal starf hennar. Reikna má með að Sigrún hafi verið…

Signe Liljequist – Efni á plötum

Dóra Sigurðsson og Signe Liljequist [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunumer: Polyphone XS 44226 Ár: 1927 1. Bí, bí og blaka 2. Sofnar lóa Flytjendur: Dóra Sigurðsson – söngur Signe Liljequist – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Signe Liljequist [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 44237 Ár: 1928 1. Bí, bí og…

Signe Liljequist (1876-1958)

Signe Maria Liljequist (f. 1876) var finnsk sópran söngkona sem hingað til lands kom þrívegis og söng hér á fjölda tónleikum við miklar vinsældir, fólki þótti einkar eftirtektarvert hversu vel hún fór með íslensku lögin en framburður hennar þótti með eindæmum góður. Signe kom hingað fyrst árið 1923 þar sem hún söng á ellefu tónleikum…

Sigurbjörn Eiríksson [annað] (1925-97)

Sigurbjörn Eiríksson var umsvifamikill athafnamaður og áberandi í skemmtanalífi Íslendinga um árabil en hann rak nokkra af vinsælustu skemmtistöðum landsins um áratuga skeið. Sigurbjörn var fæddur (1925) og uppalinn á Fáskrúðsfirði en fluttist á höfuðborgarsvæðið og þar hóf hann að láta að sér kveða í kringum 1960 þegar hann tók við rekstri Vetrargarðsins í Tívolíinu…

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1941-78)

Söngkonan Sigurbjörg Sveinsdóttir (Didda Sveins) söng með nokkrum danshljómsveitum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún starfaði oftar en ekki með eiginmanni sínum, gítarleikaranum Eyþóri Þorlákssyni bæði hérlendis og á Spáni. Hún lést af slysförum aðeins þrjátíu og sjö ára gömul. Sigurbjörg Sveinsdóttir var fædd og uppalin í Reykjavík (1941) en ekki liggja…

Sigtún [tónlistartengdur staður] (1963-86)

Skemmtistaðurinn Sigtún starfaði í á þriðja áratug á síðari hluta síðustu aldar og var vinsæll meðal ungs fólk, Sigmar Pétursson veitingamaður rak staðinn á tveimur stöðum, fyrst við Austurvöll og síðar á Suðurlandsbrautinni, hann fylgdist vel með nýjungum erlendis og var fljótur að tileinka sér slíka hluti. Sigmar hafði rekið Breiðfirðingabúð um nokkurra ára skeið…

Sigurður Pálsson (1957-)

Upplýsingar eru takmarkaðar um tónlistarmanninn Sigurð Pálsson (f. 1957) sem hefur poppað upp með reglubundnum hætti í íslenskri tónlist, ekki er einu sinni víst að alltaf sé um sama mann að ræða. Svo virðist sem Sigurður þessi komi fyrst við sögu sem bassaleikari hljómsveitarinar Fjötra árið 1982 en sú sveit sendi þa frá sér plötuna…

Secret agent (1993)

Secret agent var eins manns sveit Birgis Sigurðssonar (Biggi Bix) sem var þá sautján ára gamall. Sveitin átti lag á safnplötunni Núll & nix: Ýkt fjör, sem kom út sumarið 1993.

Afmælisbörn 11. ágúst 2021

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og níu ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og átta ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2021

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og sex ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2021

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og tveggja ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2021

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Afmælisbörn 5. ágúst 2021

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er sjötíu og níu ára gamall. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars Ragnarssonar…

Afmælisbörn 4. ágúst 2021

Að þessu sinni eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er tuttugu og sjö ára gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en…

Afmælisbörn 3. ágúst 2021

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og átta ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis…

Afmælisbörn 2. ágúst 2021

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…

Afmælisbörn 31. júlí 2021

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og sex ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 30. júlí 2021

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og tveggja ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 29. júlí 2021

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og átta ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Sigfús Halldórsson (1920-96)

Sigfús Halldórsson er án nokkurs vafa meðal allra fremstu dægurlagahöfunda sem Ísland hefur alið og enn í dag þekkja flestir landsmenn lagasmíðar hans þótt þær séu sumar hverjar frá því fyrir seinna stríð, eitt vinsælasta lag hans Litla flugan hefur við lauslega athugun t.d. verið gefið út í yfir þrjátíu mismunandi útgáfum og engin ein…

Siggi Ármann – Efni á plötum

Siggi Ármann – Mindscape Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM91CD Ár: 2001 1. Every second 2. If you were a god 3. Lars is no loser 4. The mindbeat 5. One little cowboy 6. The black rose 7. My kind of wasting time 8. Dying family 9. Make no sound 10. Music will always be 11. The…

Siggi Ármann (1973-2010)

Tónlistarmaðurinn Siggi Ármann náði aldrei almennum vinsældum með tónlist sinni en hann hlaut hins vegar eins konar költ sess meðal tónlistaráhugafólks fyrir einlæga og angurværa tónlist sína. Hann gaf út þrjár plötur og varð svo frægur að túra með Sigur rós í Ameríkuferð þeirra árið 2002. Siggi Ármann (Sigurður Ármann Halldórsson (Árnason)) fæddist í Reykjavík…

Sigfús Halldórsson – Efni á plötum

Sigfús Halldórsson – Litla flugan / Tondeleyó [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 2 Ár: 1952 1. Litla flugan 2. Tondeleyó Flytjendur: Sigfús Halldórsson – söngur og píanó     Sigfús Halldórsson – Í dag / Við Vatnsmýrina [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 7 Ár: 1952 1. Í dag 2. Við Vatnsmýrina…

Sigfús Daðason – Efni á plötum

Sigfús Daðason – Sigfús Daðason les eigin ljóð Útgefandi: Forlagið Útgáfunúmer: Forlagið 001 Ár: 1997 1. Bernska II (úr Fá ein ljóð) 2. Og sá hinn dimmleiti hugur (úr Fá ein ljóð) 3. Fjórða bjartsýnisljóð (úr Útlínur bakvið minnið) 4. Spekingarnir gömlu (úr Útlínur bakvið minnið) 5. Í þessu húsi (úr Útlínur bakvið minnið) 6.…

Sigfús Daðason (1928-96)

Ljóðskáldið Sigfús Daðason var langt frá því að vera tónlistarmaður og ljóð hans hafa ekki þótt hentug fyrir sönglagaformið enda óhefðbundin, þó er undantekning frá því. Ein plata kom út með skáldinu látnum þar sem hann les eigin ljóð. Sigfús Daðason fæddist í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 1928, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og svo…

Siggi Björns Big band (2004-05)

Hljómsveit sem bar heitið Siggi Björns Big band kom fram á fyrstu tveimur Aldrei fór ég suður – hátíðunum um páskana 2004 og 05 en ekki liggja fyrir hverjir skipuðu sveitina utan Sigga Björns (Sigurð Björnsson) trúbador. Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar má gjarnan senda Glatkistunni.

Sigfús Ólafsson – Efni á plötum

Sigfús Ólafsson – Ég elska þig enn Útgefandi: Sigfús Ólafsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 1. Ástin 2. Ég elska þig enn 3. Komdu kæra vina 4. Flugið 5. Haustkvöld 6. Enn á ný 7. Mr. Shearing 8. Heim 9. Aðeins þú 10. Grændalavals 11. Afmælisræll 12. Skólavallamarzurka 13. Laugardagspolki 14. Dagdraumar Flytjendur: Hulda Gestsdóttir…

Sigfús Ólafsson (1944-2021)

Tónlistarmaðurinn og -kennarinn Sigfús Ólafsson kom víða við í ævistarfi sínu, hann lék með nokkrum ballhljómsveitum á Suðurlandi á sínum yngri árum, starfaði svo um tíma sem tónmenntakennari, kórstjórnandi og organisti, sendi frá sér plötu með frumsömdum lögum og samdi kennsluefni í tónlist svo segja má að ferill hans hafi bæði verið fjölbreyttur og farsæll.…

Sigríður Vilhjálmsdóttir (1955-)

Óbóleikarinn Sigríður Vilhjálmsdóttir vakti töluverða athygli ung að árum fyrir færni sína á hljóðfærið, hún fór til utan framhaldsnáms í tónlistinni og hefur ekki snúið aftur. Sigríður (Hrefna) Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík vorið 1955, dóttir Vilhjálms Guðjónssonar klariettu- og saxófónleikara og því ætti ekki að koma á óvart að hún veldi sér blásturshljóðfæri til að…

Sigríður Vala Haraldsdóttir (1958-2012)

Myndlistakonan og ljósmyndarinn Sigríður Vala Haraldsdóttir (Sigga Vala) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún sendi frá sér tvö lög í eigin nafni á safnkassettu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sigríður Vala fæddist 1958 í Reykjavík, lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986 og fluttist til Svíþjóðar þar sem hún ól manninn…

Sigríður Maggý Magnúsdóttir (1934-2009)

Söngkonan Sigríður Maggý Magnúsdóttir (sem iðulega var nefnd Sigga Maggý) var um árabil áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem tengdur var gömlu dönsunum, hún söng t.a.m. lengi með hljómsveit sem eiginmaður hennar, Ásgeir Sverrisson rak. Sigga Maggý fæddist í Bolungarvík síðsumars 1934 og sleit þar barnsskónum, þar komst hún í fyrsta sinn í tæri við…

Sigríður Kristófersdóttir (1945-98)

Sigríður Kristófersdóttir (fædd vorið 1945) vakti nokkra athygli ung að árum fyrir söng sinn þegar hún kom fram ásamt nokkrum öðrum ungum dægurlagasöngvurum á skemmtunum í Austurbæjarbíói á upphafsárum rokksins í lok sjötta áratugar síðustu aldar. Í kjölfarið söng hún um skeið með hljómsveitinni Tígris sextettnum víða á dansleikjum ásamt fleiri söngvurum en meðal þeirra…

Sigrún Magnúsdóttir (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngkonu að nafni Sigrún Magnúsdóttir sem kom fram á nokkrum skemmtunum um miðjan áttunda áratug síðustu aldar sem trúbador og söng frumsamin lög við eigin gítarundirleik. Sigrún kom t.a.m. fram á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1975, á skemmtun á Hótel Sögu síðar sama sumar, á Þjóðlagahátíð ´76 í Austurbæjarbíói…

Afmælisbörn 28. júlí 2021

Í dag eru á skrá Glatkistunnar níu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2021

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og sjö ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2021

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2021

Í dag eru afmælisbörnin fjögur í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona á stórafmæli en hún er sextug í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2021

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2021

Í dag eru afmælisbörn íslenskrar tónlistar fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og níu ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Afmælisbörn 20. júlí 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og eins árs á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Afmælisbörn 19. júlí 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og sjö ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 18. júlí 2021

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru sex talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann er sextíu og níu ára gamall í dag. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er fjörutíu…

Afmælisbörn 16. júlí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og átta ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…