Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð hefur verið starfandi fyrir norðan síðan 1980 og hefur lifað lengstum ágætu lífi með tilheyrandi félagsstarfi, dansleikjum og spilamennsku. Það var Karl Jónatansson harmonikkuleikari sem hafði frumkvæðið að stofnun félagsins en hann hafði staðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fáeinum árum fyrr. Karl hafði flutt norður og fékkst við harmonikkukennslu…

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði [félagsskapur] (1992-)

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur starfað síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er með öflugri félögum af því tagi á landinu. Félagið var stofnað snemma árs 1992 með það að markmiði að efla og kynna harmonikkutónlist í Skagafirðinum. Starfsemin hófst að nokkrum krafti og m.a. var þar starfandi hljómsveit sem lék m.a. með…

Fimmund [2] [útgáfufyrirtæki] (1990-)

Útgáfufyrirtækið Fimmund hefur verið starfrækt síðan 1990 en það var þá stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Islandicu til að gefa plötu sveitarinnar út en ekkert stóru plötuútgáfufyrirtækjanna hafði haft áhuga á að koma að útgáfu á plötunni. Meðlimir Islandicu voru þá hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson og voru þá…

Fimmund [1] (1995-2000)

Sönghópur að nafni Fimmund starfaði fyrir norðan, líklega á Siglufirði undir lok síðustu aldar. Fimmund var stofnuð haustið 1995 og starfaði næstu árin, til ársins 2000 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort það var samfleytt. Sönghópurinn söng nokkuð opinberlega, m.a. á þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000. Ekki er að finna margar heimildir um…

FH-bandið – Efni á plötum

FH Bandið – Áfram FH Útgefandi: Fimleikafélag Hafnarfjarðar Útgáfunúmer: FH 001 Ár: 1990 1. Áfram FH 2. Allir vilja vera í FH! 3. Skoriði mark 4. Komum í Krikann 5. Áfram FH (instrumental) 6. Allir vilja vera í FH! (instrumental) 7. Skoriði mark (instrumental) 8. Komum í Krikann (instrumental) Flytjendur: Björn Eysteinsson – [?] Dýri…

FH-bandið (1974-91)

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið. FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta…

Félag harmonikuunnenda Norðfirði [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda Norðfirði var eitt af fjölmörgum harmonikkufélögum sem stofnuð voru í þeirri vakningu sem varð í kringum 1980 en félagið var stofnað um vorið 1980. Félagið starfar að öllum líkindum ennþá og hefur haft nokkra fasta punkta í dagskrá sinni yfir árið en félagar úr hópnum hafa leikið opinberlega fyrir jólin, á 1. maí-hátíðarhöldum…

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð [félagsskapur] – Efni á plötum

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð – Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð 25 ára Útgefandi: FHUE Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Skottís 2. Dansað í Holti 3. Hrópið 4. Glitrandi vogar 5. Með þér 6. Við dönsuðum í Ásbyrgi 7. Á hörpunnar óma 8. Skandinavískur vals 9. Jolie pluid déte 10. Den lilla skärgårdsflickan 11. Tunglskinsnætur 12.…

Finsóníuhljómsveit Íslands (1993)

Hljómsveit sem bar heitið Finsóníuhljómsveit Íslands var skráð til leiks í Viðarstauk ´93, tónlistarkeppni sem haldin er árlega innan Menntaskólans á Akureyri. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Finnur í sturtu (1984)

Hljómsveitin Finnur í sturtu var meðal keppenda í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk ´84 sem haldin var vorið 1984. Mestar líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þessa skemmtun en samt sem áður er óskað eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fist (1984-85)

Hljómsveitin Fist var rokksveit sem var angi af þungarokksbylgju sem gekk yfir landann um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þegar sveitir eins og Drýsill og Gypsy voru áberandi. Fist hafði haustið 1984 verið starfandi í um ár undir nafninu Áhrif án þess að kom fram opinberlega en þegar söngvarinn Eiður Örn Eiðsson gekk til liðs…

Fiskilykt (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Norðfirði undir nafninu Fiskilykt – líklega í kringum 1990, um hverjir skipuðu þessa sveit, hver var hljóðfæraskipan hennar sem og starfstími og annað sem skiptir máli.

Fire (1996)

Heimildir um hljómsveitina Fire eru af skornum skammti en hún starfaði á Akureyri árið 1996, hugsanlega lengur. Sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem kom út haustið 1996 og á þeirri plötu voru meðlimir sveitarinnar þeir Hörður Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon trommuleikari, Páll St. Steindórsson söngvari og Guðni Konráðsson gítarleikari, einnig lék Kristján…

Fitlar (1994-95)

Djasstríóið Fitlar starfaði í um eitt ár 1994-95 eða frekar mætti segja að tríóið hafi komið saman í tvígang, haustið 1994 og vorið 1995 en meðlimir þess voru annars vegar frá Akureyri og hins vegar Reykjavík. Það voru þeir Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason sem voru fulltrúar Norðlendinga í sveitinni en Jóel Pálsson…

Afmælisbörn 18. nóvember 2020

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og eins árs gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu, öll nema eitt þeirra eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn,…

Afmælisbörn 15. nóvember 2020

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextugur í dag og á því stórafmæli. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Afmælisbörn 14. nóvember 2020

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Þá á Magnús R.…

Afmælisbörn 13. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og fimm ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Glatkistan hlýtur styrk úr Akki

Glatkistan var fyrir stuttu eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Akki, styrktar- og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga en Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem hefur með úthlutanir úr sjóðnum að gera styrkir árlega ýmis rannsóknarverkefni, auk brautryðjenda-c og þróunarstarfs, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er eins og segir á vefsíðu VM „…að…

Afmælisbörn 12. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og átta ára gömul á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og sex ára afmæli í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum,…

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík [félagsskapur] (1977-)

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík (FHUR / F.H.U.R.) er öflugur félagsskapur sem hefur verið starfræktur frá því 1977, félagið hefur staðið fyrir margvíslegum uppákomum tengdum harmonikkutónlist og stuðlað að eflingu tónlistarinnar með ýmsum hætti. Það mun hafa verið Karl Jónatansson harmonikkuleikari og -kennari sem hafði frumkvæðið að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og fékk í lið…

Fást – Efni á plötum

Fást – Svartnættiskuklið [snælda] Útgefandi: Fást Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1986 1. Surrender 2. Waiting 3. Solution in a night time 4. Dusty days 5. Vor 6. Mambó 7. Out of control 8. Eyjólfur á Melum Flytjendur: Eiríkur Hilmisson – gítar og raddir Magnús Helgason – söngur Sólmundur Friðriksson – bassi Guðrún Oddsdóttir – söngur…

Fást (1985-86)

Hljómsveitin Fást starfaði á Sauðárkróki um eins ár skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar, og lék nokkuð á dansleikjum nyrðra. Fást var stofnuð haustið 1985 og voru meðlimir hennar Sigurður Ásbjörnsson hljómborðsleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Sólmundur Friðriksson bassaleikari, Kristján Baldvinsson trommuleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari og Magnús Helgason söngvari. Sveitin gerði út á ballmarkaðinn í…

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík [félagsskapur] – Efni á plötum

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík – Líf og fjör með harmonikuunnendum Útgefandi: Félag harmonikuunnenda Útgáfunúmer: FHU-001 Ár: 1980 1. Harmonikuhljómsveit F.H.U. – Fram og til baka 2. Eyþór Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson – Bensínstíflan 3. Ágúst Pétursson – Harmonikkumarsinn 4. Guðni Friðriksson og Karl Jónatansson – Vinarkveðja 5. Harmonikuhljómsveit F.H.U. – Kaktuspolki 6. Eiríkur Ásgeirsson –…

Ferðafélagi barnanna [annað] – Efni á plötum

Ferðafélagi barnanna [snælda] Útgefandi: Aðalútgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Ingunn Gylfadóttir – söngur Tómas Hermannsson – allur hljóðfæraleikur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Ferðafélagi barnanna ’97 Útgefandi: Aðalútgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Hrafnarnir sjö (saga) 2. Garðabrúða (saga) 3. Þyrnirós (saga) 4. Vorvindar glaðir 5.…

Ferðafélagi barnanna [annað] (1996-2003)

Á árunum 1996 til 99 sendi Aðalútgáfan frá sér bækur og kassettur/geisladiska undir nafninu Ferðafélagi barnanna en hluti ágóðans af sölunni rann til Sjálfsbjargar. Bækurnar innihéldu fróðleiksefni í bland við skemmti- og afþreyingarefni en kassetturnar/geisladiskarnir höfðu blöndu tónlistar og upplesinna sagna, og var ætlað til að hafa ofan af fyrir börnum á ferðalögum. Tónlistina fluttu…

Feedback [1] – Efni á plötum

Feedback – Squall Útgefandi: Feedback Útgáfunúmer: FEEDBACK 01 Ár: 1998 1. Introcenter 2. I want some 3. Drink 4. Stay off 5. Umbrella 6. Bong the babe 7. Mind killer 8. It’s kicking 9. Tölvutölv 10. Restricted area 11. Kaos Flytjendur: Sigmar Logi Hinriksson – sömpl, raddir, forritun og trumbusláttur Hrafnkell Thorlacius – sömpl, raddir,…

Feedback [1] (1997-98)

Dúettinn Feedback var skipaður fimmtán og sextán ára tónlistarmönnum frá Stykkishólmi sem gáfu út eina plötu sumarið 1998. Feedback var stofnuð haustið 1997 í Stykkishólmi þegar þeir félagar Sigmar Hinriksson og Hrafnkell Thorlacius hófu að gera tónlist undir því nafni. Fljótlega söfnuðust frumsamin lög í sarpinn og þeir hófu upptökur strax um haustið í félagsmiðstöðinni…

Fimman (1992)

Lítið af upplýsingum liggur fyrir um hljómsveitina Fimmuna sem gæti hafa verið starfrækt á Austurlandi, sveitin lék að minnsta kosti á dansleik á Hótel Egilsbúð á Norðfirði 1992. Upplýsingar um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan auk annars er varðar sögu hennar, má senda Glatkistunni.

Fiff [2] (um 1995)

Mögulegt að hljómsveit hafi starfað á höfuðborgarsvæðinu um miðjan tíunda áratuginn undir nafninu Fiff. Ingi Björn [?] mun hafa verið einn meðlima hennar en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Fiff [1] (1986-88)

Á árunum 1986 til 88 að minnsta kosti starfaði hljómsveit á Norðfirði undir nafninu Fiff, þessi sveit var sett á laggirnar þegar Súellen lagðist í dvala um tíma en meðlimir hennar komu að mestu úr þeirri sveit Meðlimir Fiff voru Guðmundur R. Gíslason söngvari, Kristófer Máni Hraundal gítarleikari, Jóhann Geir Árnason trommuleikari og Steinar Gunnarsson…

Fiction (1985-87)

Hljómsveitin Fiction starfaði á ballmarkaðnum veturinn 1985 til 86 og svo aftur sumarið 1987 og lék þá víða um land. Meðlimir sveitarinnar voru þau Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari.

Félagar (1994-2005)

Akureyska hljómsveitin Félagar tók til starfa haustið 1994 undir því nafni en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Dansfélagar. Meðlimir voru þeir Birgir Arason [?], Jón Berg [?], Brynleifur Hallsson gítarleikari [?] og Grímur Sigurðsson bassaleikari en þegar sá síðast taldi kom inn í sveitina tóku þeir upp nýja nafnið. Félagar léku á dansleikjum nyrðra,…

Félag íslenskra einsöngvara [félagsskapur] (1954-80)

Um nokkurra áratuga skeið frá því um miðja síðustu öld og fram til 1980 var hérlendis starfandi félag undir heitinu Félag íslenskra einsöngvara (F.Í.E.) en gekk einnig undir nafninu Einsöngvarafélag Íslands eða Einsöngvarafélagið. Félagið var stofnað vorið 1954 og hafði m.a. þann tilgang að efla einsöngstónlist á Íslandi en var jafnframt hagsmunafélag fyrir þessa stétt…

Fimmkallarnir (1999-2001)

Harmonikkukvintettinn Fimmkallarnir störfuðu innan Tónlistarskólans í Skagafirði á árunum 1999 til 2001, jafnvel lengur, kvintettinn var skipaður ungum drengjum sem voru frá Hofsósi og nágrenni. Fyrst kveður að Fimmköllunum á fjölskyldumóti Félags harmonikkuunnenda í Skagafirði sumarið 1999 og voru meðlimir sveitarinnar þá Brynjar Helgi Magnússon, Júlíus Helgi Bjarnason, Friðrik Pálmi Pálmason, Þorvaldur Ingi Guðjónsson og…

Fider sextett (1961)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í skamman tíma vorið 1961 undir nafninu Fider sextett. Að öllum líkindum kom sveitin aðeins tvívegis fram opinberlega og söng Jón Stefánsson með henni, engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi sextettsins. Ekki er ólíklegt að Fider sextettinn sé náskyldur FÍS-kvintettnum sem birtist í beinu framhaldi og…

Afmælisbörn 11. nóvember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi eða tíu talsins: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og sex ára gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann…

Afmælisbörn 10. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2020

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni…

Afmælisbörn 8. nóvember 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…

Afmælisbörn 7. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 6. nóvember 2020

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…

Afmælisbörn 5. nóvember 2020

Um þetta leyti eru um sex ár síðan Glatkistan fór í loftið og í byrjun nóvember 2014 hófu „Afmælisbörn dagsins“ göngu sína. Af því tilefni birtist frá og með deginum í dag lítil klausa neðst í Afmælisbörnunum undir liðnum Vissir þú… en þar verður að finna stuttan (tilgangslausan) fróðleik um íslenska tónlistarsögu, eitthvað sem sumir…

Fálkinn [útgáfufyrirtæki] (1930-86)

Hljómplötuútgáfan Fálkinn á sér langa og merka sögu í íslenskri tónlist og hefur gefið út flesta plötutitla allra útgáfufyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið er enn starfandi þótt hljómplötuútgáfa hafi verið fyrir löngu síðan verið lögð af hjá því. Það var trésmiðurinn Ólafur Magnússon sem stofnaði fyrirtækið árið 1904 en hann hóf þá reiðhjólaviðgerðir gegn greiðslu á…

Fálkar [2] (2001)

Pöbbabandið Fálkar starfaði í nokkra mánuði árið 2001 og spilaði eitthvað á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Bandið, sem að öllum líkindum var dúett, var skipað þeim Antoni Kröyer hljómborðsleikara og Jóhanni Guðmundssyni gítarleikara [?].

Fálkar [1] – Efni á plötum

Fálkar – [ep] Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Fálkar – Ástarkveðja frá Keflavík Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 188 Ár: 2000 1. Intró 2. Ástarkveðja frá Keflavík 3. Aldeilis fín ábreiða 4. Mættu með perkið 5. Það eins gott að það sé í kvöld…

Fálkar [1] (1997-2004)

Keflvíska hljómsveitin Fálkar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin, þó með hléum því tveir meðlimir hennar dvöldust um tíma erlendis í námi. Sveitin sendi frá sér tvær plötur og meðlimir hennar áttu síðar eftir að starfa í fremstu röð tónlistarmanna hér á landi. Fálkar (einnig kölluð Fálkar frá Keflavík) var stofnuð árið 1997…