Fider sextett (1961)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í skamman tíma vorið 1961 undir nafninu Fider sextett.

Að öllum líkindum kom sveitin aðeins tvívegis fram opinberlega og söng Jón Stefánsson með henni, engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi sextettsins.

Ekki er ólíklegt að Fider sextettinn sé náskyldur FÍS-kvintettnum sem birtist í beinu framhaldi og lék um sumarið í Vetrargarðinum í Tívolí en Jón söng einnig með þeirri sveit.