Grafík – Efni á plötum

Grafík – Út í kuldann Útgefandi: GRAF sf. Útgáfunúmer: Graf 001 Ár: 1981 1. Video 2. Rottorkueiturheimur 3. Ótiminn 4. Hrollaugsbunga 5. Í múrnum 6. Guðjón Þorsteinsson bifreiðarstjóri 7. Missifengur 8. Út í kuldann Flytjendur: Örn Jónsson – bassi Vilberg Viggósson – hljómborð Rúnar Þórisson – gítar og söngur Rafn Jónsson – trommur Ólafur Guðmundsson…

Gloría (1989-97)

Húsvíska hljómsveitin Gloría starfaði um nokkurra ára skeið og fór mikinn á ballmarkaðnum á heimaslóðum, sveitin lék mikið á þorrablótum en einnig mikið á almennum dansleikjum. Gloría sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1989 og voru stofnmeðlimir hennar Víðir Pétursson gítarleikari, Hrannar Pétursson bassaleikari og söngvari, Þráinn M. Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll…

Gítar-Konni – Efni á plötum

Hákon Þorsteinsson – Áttræður Útgefandi: Hákon Þorsteinsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 1. Viltu vita vinur minn 2. In Milano 3. Frelsisherinn 4. Rasmus 5. Dóttir tatarans 6. Rósin 7. Hún amma (mömmuvísur) 8. Sestu hérna hjá mér 9. Senn kemur vorið 10. Konuleit 11. Ástarraunir 12. Álafossvísur 13. Kaupmannahafnarförin 14. Viltu með mer vaka…

Gítar-Konni (1924-2009)

Hákon Þorsteinsson er einn þeirra fjölmörgu áhugamanna um tónlist sem hafa gefið út plötu komnir á efri ár en hann starfaði aldrei við tónlist á yngri árum. Hákon (kallaður Gítar-Konni hér fyrrum) fæddist í Reykjavík 1924, var vélvirki að mennt og starfaði mest alla sína starfstíð sem eftirlitsmaður, lengi fyrst hjá Öryggiseftirlitinu en síðar Vinnueftirlitinu…

Gloría – Efni á plötum

Gloría – Jæja góðir gestir Útgefandi: Gloría Útgáfunúmer: GLORÍA 001 Ár: 1995 1. Kúlumaðurinn 2. Ekki fara 3. Haust 4. Öðruvísi 5. Góðan daginn 6. Stúlkan 7. Rósirnar 8. Umtalsvert 9. Innst inni 10. Ástin er sjúk Flytjendur: Kristján St. Halldórsson – söngur og gíar Örn Sigurðsson – tenór saxófónn og söngur Þráinn M. Ingólfsson…

Golan (1993)

Golan var skammlíft djass- eða bræðingsverkefni sett saman fyrir Rúrek djasshátíðina vorið 1993. Sveitina skipuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Magnus Johansen píanóleikari, Arnold Ludwig bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Godzpeed (2000-03)

Hljómsveitin Godzpeed (Godspeed) var starfrækt um þriggja ára skeið laust eftir aldamótin innan hvítasunnusafnaðarins, sveit lék poppað og melódískt rokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari, Björn Ólafsson trommuleikari, Símon Hjaltason gítarleikari og Styrmir Hafliðason gítarleikari. Sveitin lék mestmegnis í kirkjustarfi hvítasunnusafnaðarins en einnig á rokktónleikum ásamt fleiri…

Gormarnir (1983)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1983. Sveitina bar á góma í lesendabréfum dagblaðanna þar sem hvatt var til að hún væri fengin til að leika á Listahátíð í Reykjavík en á þeim tíma voru lesendadálkarnir fullir af slíkum uppástungum þótt oftast nær væru öllu þekktari nöfn í…

Goðar (1974)

Hljómsveitin Goðar starfaði á norðanverðu landinu árið 1974 og lék á dansleikjum og skemmtunum bæði austan og vestan Eyjafjarðar, m.a. á þjóðhátíð í Ásbyrgi í tilefni af 1100 ára Íslandsbyggðar um sumarið. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem kann að vera bitastætt.

Golíat (1974)

Óskað er eftir upplýsingum um þungarokkhljómsveitina Golíat sem starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, fyrir liggur að sveitin var starfandi sumarið 1974 en engar upplýsingar eru um frekari starfstíma hennar eða aldur. Einnig er óskað eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar, Leó G. Torfason gítarleikari var einn þeirra en engar heimildir finnast…

Golden gun (1995)

Árið 1995 var starfandi á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit undir nafninu Golden gun en hún var skipuð drengjum á aldrinum átta til tíu ára. Ragnar Sólberg Rafnsson gítarleikari, Matthías Arnalds hljómborðsleikari og Frosti Örn Gunnarsson söngvari skipuðu þessa sveit (og voru síðar í hljómsveitinni Rennireið) en ekki liggur fyrir hvort fleiri voru í henni. Upplýsingar um það…

Gormar og Geiri (1968)

Hljómsveitin Gormar og Geiri starfaði í Kópavogi árið 1968 og var skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Valdimarsson bassaleikari (sem væntanlega var Geiri), Sigurvin Einarsson gítarleikari, Eggert Páll Björnsson [?], Gestur Ólafsson [?] og Þór Sævaldsson gítarleikari.

Afmælisbörn 8. apríl 2020

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og sex ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2020

Þrjú afmælisbörn heiðra þennan dálk Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og fimm ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og átta ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2020

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2020

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2020

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Gísli Rúnar Jónsson (1953-2020)

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson kom víða við í íslensku listalífi og þar reis hæst ferill hans sem skemmtikraftur, leikari, þýðandi, höfundur bundins og óbundins máls og leikstjóri, hér fyrrum kom út fjöldi platna þar sem skemmtikrafturinn Gísli Rúnar kom við sögu í stærri hlutverkum og nutu þær feikimikilla vinsælda en þar lék hann…

Gísli Rúnar Jónsson – Efni á plötum

Kaffibrúsakarlarnir – Kaffibrúsakarlarnir Útgefandi: SG hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 066 / [engar upplýsingar] Ár: 1973 / 1992 1. Sögur af Jóni smið 2. Skringilegt líf 3. Hvorki né sögur 4. Málsháttakeppni 5. Ökuferðin 6. Sjúkrasögur 7. Í fullri einlægni 8. Flugur 9. Konan mín og ég 10. Komdu nú að kveðast á 11. Furðusögur 12. Frúin…

Gísli Magnússon [1] (1929-2001)

Gísli Magnússon var þekktur píanóleikari, lék inn á fjölda platna auk þess að leika á tónleikum hér heima og víða um lönd, hann var einnig tónlistarkennari og skólastjóri um langt skeið. Gísli Magnússon fæddist árið 1929 austur á Eskifirði en fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni um tíu ára aldur. Fljótlega eftir það hóf hann…

Gísli Magnússon [1] – Efni á plötum

Gísli Magnússon – Gísli Magnússon píanó Útgefandi: Fálkinn His Master‘s voice Útgáfunúmer: ALPC 3 Ár: 1956 1. Humoresken e. Pál Ísólfsson 2. Drei Klavierstücke op. 5 e. Pál Ísólfsson 3. Vikivaki 4. Idyl 5. English suite in d-minor e. J.S. Bach Flytjendur: Gísli Magnússon – píanó   Gísli Magnússon – Piano solo [ep] Útgefandi: Fálkinn…

Gísli Ólafsson – Efni á plötum

Páll Stefánsson og Gísli Ólafsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1080 / DI 1101 Ár: 1933 / 1955 1. Lækurinn 2. Lausavísur Flytjendur: Páll Stefánsson – söngur Gísli Ólafsson – söngur    

Gísli Ólafsson (1885-1967)

Gísli Ólafsson (1885-1967) var ljóðskáld og kvæðamaður sem þótti jafnframt snjall hagyrðingur og eftirherma. Hann fæddist á Eiríksstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, flutti á fullorðins árum til Blönduóss og síðar Sauðárkróks þar sem hann bjó lungann úr ævinni. Gísli byrjaði snemma að yrkja og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur, hann var auk þess hagyrðingur og kvæðamaður, en…

GM-tónar [útgáfufyrirtæki] (1967-91)

GM tónar (G.M. tónar) var útgáfufyrirtæki Guðjóns Matthíassonar harmonikkuleikara en hann gaf út nokkrar plötur, bæði smáskífur og breiðskífur með eigin efni um nokkurra áratuga skeið, ýmist í eigin nafni eða hljómsveitar hans. Eins og nafnið gefur til kynna stendur GM fyrir Guðjón Matthíasson en fyrsta platan kom út árið 1967 og hafði að geyma…

Gnýr (1978-79)

Hljómsveitin Gnýr lék kristilega tónlist og var nokkuð virk í samfélagi Fíladelfíu á árunum 1978 og 79. Meðlimir sveitarinnar voru Matthías Ægisson hljómborðsleikari [?], Marc Haney trommuleikari, Hafliði Kristinsson trompetleikari [?], Guðni Einarsson bassaleikari [?], Ágústa Ingimarsdóttir söngkona [?] og Stefán Yngvason [?]. Óskað er eftir staðfestingum um hljóðfæraskipan og frekari upplýsingum um þessa sveit.

GMW (1985)

GMW var þjóðlagatríó sem starfaði haustið 1985 og voru meðlimir þess Grétar Magnús Guðmundsson (Meistari Tarnús), Matthías Kristiansen gítarleikari og Wilma Young fiðluleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra, þau voru einnig kölluð Grétar, Matti og Wilma. Tríóið flutti evrópska þjóðlagatónlist, einkum frá Írlandi, Skotlandi, Norðurlöndunum og Austur-Evrópu en þau Matthías og Wilma…

Glæsir (1979-88)

Hljómsveitin Glæsir var húshljómsveit í Glæsibæ um árabil og hefur sjálfsagt leikið þar í um þúsund skipti þann áratug er sveitin starfaði þar en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og tónlist fyrir fólk komið á miðjan aldur. Sveitin var upphaflega tríó sem Gissur Geirsson setti saman í þessu samhengi, ekki liggur fyrir hverjir skipuðu…

Glymjandi (1910-16)

Söngfélagið Glymjandi starfaði um nokkurra ára skeið á Ísafirði á öðrum áratug síðustu aldar og kom fram á fjölda söngskemmtana fyrir vestan. Það var tónlistarfrömuðurinn Jónas Tómasson (hinn eldri) sem stjórnaði þessum blandaða kór alla tíð en kórinn innihélt um tvo tugi meðlima. Kórinn var stofnaður haustið 1910 en Jónas hafði veturinn á undan verið…

Go ninja! (2000-01)

Litlar upplýsingar er að finna um harðkjarnasveitina Go ninja! en hún starfaði árin 2000 og 01 og lék þá á fáeinum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir liggur að Valur Árni Guðmundsson var trommuleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra liðsmenn hennar.

GO kvintett (1946-48)

GO kvintett vakti mikla athygli á sínum tíma en hún var meðal fyrstu djasssveita hér á landi og jafnframt sú fyrsta sem kennd var við sveiflutónlist. Sveitin var stofnuð í Hafnarfirði upp úr hljómsveitinni Ungum piltum árið 1946, í nafni Gunnars Ormslev en hann var þá á unglingsaldri, nýfluttur heim til Íslands frá Danmörku þar…

Afmælisbörn 1. apríl 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Afmælisbörn 31. mars 2020

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2020

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2020

Þrjú afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og sex ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2020

Þrjú afmælisbörn (öll látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af…

Afmælisbörn 27. mars 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést 2017. Jón  (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp…

Afmælisbörn 26. mars 2020

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Jói útherji

Jói útherji (Lag /texti Ómar Ragnarsson) Öll þið eflaust þekkið Jóa, hann var innherji hjá Val, síðan útherji hjá KR. Hann var alveg spinnegal því knattspyrnan gerði’ hann oft svo æstan, að honum héldu engin bönd, og í einu af sínum háu spörkum skaut hann niður önd. viðlag Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot alltaf…

Ó, Súsanna

Ó, Súsanna (Lag / texti: erlent / Jón frá Ljárskógum) Þegar vorsins blær í björkum hlær og blessuð sólin skín, þegar blána sund og grænkar grund, þá geng ég heim til þín. Meðan söngvar óma’ og brosa blóm, ég býð þér mína hönd, og svo leiðumst við í kvöldsins klið um kærleiks draumalönd. Ó, Súsanna,…

Langt langt í burt

Langt langt í burt (Lag /texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Langt, langt í burt til hárra heiða hverfur mín þrá. Langt, langt í fjarska faðminn breiða fjöllin mín hvít og blá. Langt, langt í burt til heima haga hugurinn flýr. Enn man ég liðna dýrðardaga, dásamleg ævintýr. Vorsins ljóð í hjarta hljómar, hugur…

Ég fer

Ég fer (Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson) Ég er ferðbúinn og fer í nótt, hljóð þú sefur sætt og rótt, og koss frá mér það verður kveðjan mín. Kvöld er komið og birtan þver, kuldinn næðir og bráðum ég fer, ég finn það strax hve sakna mun ég þín. Eitt blíðasta bros…

Gleym mér ei

Gleym mér ei (Lag / texti: erlent lag (Edelweiss) / Örn Snorrason) Gleym mér ei, gleym mér ei, glóir í hverju spori. Ljúf og blá líta má ljós þín á hverju vori. Lækjarins niðinn og lindarhljóm leiddu út í geiminn. Litla blóm, ljúfa blóm leggðu undir þig heiminn. [óútgefið]

Alparós

Alparós (Lag / texti: erlent lag (Edelweiss) / Baldur Pálmason) Alparós, alparós, árgeislar blóm þitt lauga. Hrein og skær, hvít sem snær hlærðu tindrandi auga. Blómið mitt blítt, ó þú blómstrar frítt, blómgist alla daga. Alparós, alparós, aldrei ljúkist þín saga. [m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja…

Ég ann þér enn

Ég ann þér enn (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson) Minningarnar björtum geislum baðar bernskusól er lít ég runna tíð. Fram í hugann litli fossinn laðar ljúfa mynd frá æskutíð. Ég ann þér enn, þó aldrei greri um heilt mitt hjartasár. Ég á þig enn, þó árin hafi þerrað votar…

Ein á ferð

Ein á ferð (Lag / texti: erlent lag / Guðrún Pálsdóttir) Ég var ein á ferð um þennan þögla sand. Það er dimm og kyrrlát nótt. Þú ert farinn heim í þinna feðra land. Þér fannst allt svo tóm og ljótt. Þú sást auðn og tóm, þú sást engin blóm. Þú sást aldrei þetta hljóða…

Þú skalt mig fá

Þú skalt mig fá (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Milljónir af meyjum mega eiga sig. Þó mér allar byðust, bara vil ég þig. Þó ég mætti velja dótið myndi’ ég selja og bjóða þér í geim. Og ef milljón mílur okkur skildi að, til þín myndi’ ég hiklaust leggja beint af stað.…

Frelsarinn

Frelsarinn (Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson Þú fæddist hér fyrir nær tvö þúsund árum og frið þú boðaðir mannkyni í sárum. Þú varst miskunnin ein, þú varst manngæskan hrein, og þinn máttur svo sterkur að læknaði öll mein. Þeir trúðu á þig, þeir tilbáðu þig og í fyllingu tímans – krossfestu…

Sem kóngur ríkti hann

Sem kóngur ríkti hann… (úr söngleiknum Þið munið hann Jörund) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Arídú-arídúradei arídú-arídáa sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa. Sögu við ætlum að segja í kvöld um sæfarann Jörund hinn knáa. Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt…