Hljómsveit Gunnars Jónssonar (1944-47 / 1955)

Upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Jónssonar sem starfaði um miðjan fimmta áratug síðustu aldar eru afar takmarkaðar en svo virðist sem sveitin hafi verið starfrækt í Hafnarfirðinum á árunum 1944-47, a.m.k. lék hún mest á Hótel Birninum þar í bæ sem og Góðtemplarahúsinu. Árið 1947 lék sveitin hins vegar á kabarettsýningum í Trípólí leikhúsinu í Reykjavík.…

Sigmundur og Gunnar Jónssynir (1957- & 1959-)

Bræðurnir Sigmundur og Gunnar Jónssynir frá Einfætingsgili í Bitrufirði í Strandasýslu voru töluvert áberandi í söng- og tónlistarlífi Strandamanna á níunda áratug síðustu aldar þótt þeir væru þá löngu fluttir á höfuðborgarsvæðið en þeir eru enn virkir söngmenn og syngja gjarnarn einsöng með kórum sínum. Þeir bræður, Sigmundur fæddur 1957 og Gunnar tveimur árum síðar,…

Fóstbræður [3] (1997-2001)

Grínþættirnir Fóstbræður nutu mikilla vinsælda í sjónvarpi í kringum síðustu aldamót og má segja að þeir hafi mótað að nokkru leyti húmor heillar kynslóðar hér á landi. Framleiddar voru fimm seríur af Fóstbræðrum. Upphaf þáttanna má rekja til þess að sjónvarpsstöðin Stöð 3 leitaði til þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr til að gera grínþætti…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Crazy rhythm kvartettinn (1946-47)

Hljómsveitin Crazy rhythm kvartettinn starfaði veturinn 1946-47 og innihélt kunna tónlistarmenn. Það voru þeir Skapti Ólafsson trommuleikari, Eyþór Þorláksson bassaleikari, Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Haukur Morthens var söngvari sveitarinnar. Gunnar Jónsson trommuleikari kom einnig við sögu sveitarinnar. Kvartettinn lék nokkuð víða þennan vetur en oftast í Iðnskólanum hver svo sem skýringin…

Condors (1981-83)

Hljómsveitin Condors starfaði í Árbænum á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, og lék þá nokkuð á tónleikum og öðrum skemmtunum í hverfinu og nágrenni þessi. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Freyr Gunnarsson gítarleikari, Grímur Hjartarson gítarleikari, Gunnar Jónsson bassaleikari og Björgvin Pálsson trommuleikari. Líklegt er að Arnar Freyr hafi verið söngvari sveitarinnar en hún starfaði…

Check mate (1967)

Hljómsveitin Check mate (Checkmate) var skipuð ungum tónlistarmönnum og var starfandi árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Jónsson söngvari, Benedikt H. Benediktsson trommuleikari, Kristinn Magnússon gítarleikari, Skúli J. Björnsson gítarleikari og Guðjón Sigurðsson gítarleikari. Vilhjálmur Guðjónsson mun einnig hafa komið við sögu þessarar sveitar en aðrar upplýsingar finnast ekki um hana.

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Mixtúran (1968-69)

Mixtúran var skammlíf sveit í Reykjavík stofnuð haustið 1968 upp úr Axlabandinu en lifði að líkindum aðeins rétt fram yfir áramótin 1968-69. Meðlimir Mixtúrunnar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Gunnar Jónsson söngvari, Guðmundur Óskarsson gítarleikari og Már Elíson trommuleikari, allir úr Axlabandinu en einnig voru í sveitinni Davíð Jóhannesson gítarleikari og Sofja Tony Kwasanko söngkona.

Mánar [2] (1962-65)

Norðlenska hljómsveitin Mánar starfaði um nokkurra ára skeið á Dalvík eða nágrenni á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem fylgdu straumum þess tíma og spiluðu gítarrokk í anda The Shadows. Meðlimir Mána voru allir á unglingsaldri og höfðu spilað saman um tíma m.a. undir nafninu AA sextett þegar mannabreytingar…

Viri Cantantes (1995-2001)

Viri Cantantes var söngkvartett karla skipaður félögum úr Mótettukórnum en kvartettinn starfaði á árunum 1995 og fram yfir aldamótin, til ársins 2001. Í upphafi voru meðlimir Viri Cantantes þeir Heimir Salvar Jónatansson fyrsti tenór, Ólafur E. Rúnarsson annar tenór, Guðjón Halldór Óskarsson fyrsti bassi og Gunnar Jónsson annar bassi, og þannig var hópurinn skipaður fyrsta…

Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Band míns föður (1995-96)

Hljómsveitin Band míns föður var upphaflega ekki hugsuð til að koma fram opinberlega utan leiksýninga en sveitin var hluti af sýningunni Land míns föður sem Leikfélag Selfoss setti á svið veturinn 1995-96. Meðlimir hennar voru Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari, Helgi E. Kristjánsson gítarleikari, Jón Gunnar Þórhallsson trompetleikari, Eyþór Frímannsson básúnu- og trompetleikari og…

Bandamenn [2] (1991)

Dúettinn Bandamenn lék víða á krám höfuðborgarsvæðisins árið 1991 en virðist ekki hafa starfað lengi. Það voru þeir Gunnar Jónsson hljómborðsleikari og Ómar Hlynsson söngvari og gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.

Tríó Óla Stolz (1992-)

Kontrabassaleikarinn Ólafur Stolzenwald hefur í gegnum tíðina starfrækt djasstríó í ýmsum myndum, elstu heimildir um slíkt tríó eru frá árinu 1992. Ýmsir hljóðfæraleikarar hafa leikið með Ólafi í þessum tríóum og hefur algengasta form þeirra verið bassi, tromma og píanó en einnig aðrar útfærslur s.s. bassi, píanó og trompet eða jafnvel bassi, gítar og trompet.…

Tríó Kristjáns Guðmundssonar (1989-97)

Kristján Guðmundsson píanóleikari starfrækti um tíma tríó sem þó virðist ekki hafa starfað alveg samfleytt. Fyrst er þess getið 1989 og 90 en Kristján bjó þá líklegast á Akureyri og starfrækti tríóið þar, engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar útgáfu. 1994 til 97 virðist Kristján vera með tríó á höfuðborgarsvæðinu og a.m.k. um tíma…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Tregasveitin [1] (1988-95)

Blúshljómsveitin Tregasveitin var áberandi á fyrri hluta núnda áratugar síðustu aldar en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðan þótt aldrei hafi í raun verið gefið út dánarvottorð á hana. Tregasveitin var stofnuð 1988 og var fyrst um sinn eins konar áhugamannaklúbbur, í byrjun voru feðgarnir Guðmundur Pétursson gítarleikri og Pétur Tyrfingsson söngvari og gítarleikari, og…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Danssveitin (1993-96)

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum. Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin…

Demo (1979-81)

Hljómsveitin Demo (Demó) var nokkuð áberandi á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins um það leyti sem pönk- og nýbylgjuæðið reið yfir, sveitin var þó á allt annarri línu en hún lék danstónlist með fusion ívafi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1979 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana við stofnun. Í ársbyrjun 1980 voru hins vegar Einar…

Dýpt (1969-71)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Dýpt sem samkvæmt heimildum starfaði á árunum 1969-71, ekkert er þó að finna um sveitina í dagblöðum þess tíma utan ársins 1971. Dýpt var ein þeirra hljómsveita sem spilaði á Saltstokk ´71 hátíðinni. Eftir myndum að dæma var fyrst um fimm manna sveit að ræða, en síðar sex…

Rain [1] (1967-68)

Bítlasveitin Rain starfaði í Reykjavík í ríflega ár, síðari part sjöunda áratugarins áður en hún lagði upp laupana. Rain var stofnuð í ágúst 1967 og var sveitin skipuð fjórum meðlimum en aðeins nafn eins þeirra er þekkt, það var Einar Vilberg Hjartarson gítarleikari, sem síðar átti eftir að vekja athygli fyrir lagasmíðar sínar og plötur.…

Jassgaukar (1984-88 / 1994)

Djasshljómsveitin Jassgaukar lék saman um fjögurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn. Kjarni sveitarinnar voru þeir Ari Haraldsson saxófónleikari, Einar Sigurðsson kontrabassaleikari og Helgi Þór Ingason píanóleikari (South River band o.fl.), þeir höfðu eitthvað verið viðloðandi tónlistarskóla FÍH og stofnuðu bandið uppfrá því. Þeir léku á öldurhúsum bæjarins og víðar allt til 1988 en Jassgaukar…

Arfi (1969-70)

Arfi var hljómsveit sem stofnuð var 1969 og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari (Stuðmenn o.fl.), Gunnar Jónsson söngvari, Ólafur Sigurðsson bassaleikari (bróðir Þuríðar söngkonu og Gunnþórs bassaleikara í Q4U) og Magnús Halldórsson orgelleikari. Það sama haust var Ólafur bassaleikari rekinn og Tómas…

Axlabandið [1] (1967-68)

Reykvíska unglingasveitin Axlabandið sem stofnuð var haustið 1967 var ein af mörgum sveitum sem áttu eftir að bera þetta nafn. Meðlimir hennar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Már Elíson trommuleikari, Magnús Halldórsson orgelleikari, Gunnar Jónsson söngvari og Guðmundur V. Óskarsson gítarleikari. Upphaf sveitarinnar má rekja til Guðmundar og Finnboga en síðan bættust þeir Magnús og Gunnar…

Mods [2] (1969-70)

Hljómsveitin Mods (hin síðari) var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Arfa, haustið 1969. Sú sveit hafði upphaflega verið skipuð þeim Kára Jónssyni gítarleikara (úr Mods hinni fyrri), Gunnari Jónssyni söngvara, Ólafi Sigurðssyni bassaleikara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Magnúsi Halldórssyni orgelleikara. Þegar Ólafur var rekinn úr sveitinni taldi hann sig eiga réttinn á Arfa-nafninu og því…

Rocket (1984-86)

Hljómsveitin Rocket (síðar Lögmenn) naut mikilla vinsælda á heimaslóðum sínum í Vík í Mýrdal og nærsveitum um og eftir miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1984 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985, þá skipuð þeim Birni Leifi Þórissyni söngvara og hljómborðsleikara, Einari B. Hróbjartssyni gítarleikara, Birni Sigurðssyni bassaleikara og Guðmundi Stefánssyni trommuleikara, sveitin…

Sókrates [1] (1968-69)

Hljómsveitin Sókrates var skammlíf sveit, stofnuð síðla árs 1968. Upphaflegir meðlimir sveitarinnar voru þeir Daníel Jörundsson trommuleikari,  Eggert Ólafsson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Ómar Óskarsson gítarleikari en Gunnar Jónsson söngvari (Axlabandið o.fl.) kom inn í mars 1969. Sveitin, sem kenndi sig einkum við blústónlist, spilaði allnokkuð um sumarið en mannabreytingar urðu til þess að…

Elly Vilhjálms – Efni á plötum

Elly Vilhjálms [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2010 Ár: 1960 1. Ég vil fara upp í sveit 2. Kveðju sendir blærinn Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur KK-sextett – Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi og raddir – Jón Páll Bjarnason – gítar – Þórarinn Ólafsson – raddir og víbrafónn – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Árni Scheving…