Þórsmenn [1] (1969-71)

Þórsmenn var hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1970 og mun hafa leikið mestmegnis á Keflavíkurflugvelli en einnig á skemmtistöðum eins og Þórscafé.

Meðlimir sveitarinnar voru leiðtoginn Þór Nielsen söngvari og gítarleikari, Ólafur Benediktsson trommuleikari, Sigmundur Júlíusson [?] og Guðmann Kristbergsson bassaleikari. Helga Sigþórsdóttir og Kalla [?] Karlsdóttir sungu ennfremur með sveitinni sem gestasöngvarar í einhver skipti. Fleiri gætu hafa komið við sögu Þórsmanna.