
Pnin
Hljómsveitin Pnin mun líkast til hafa verið skammlíf hljómsveit sem kom fram á djasskvöldi Jazzvakningar sem haldið var í Glæsibæ haustið 1977.
Meðlimir Pnin voru Arnþór Jónsson píanó- og sellóleikari, Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari, Hans Jóhannsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Björn Leifsson saxófónleikari, en þeir léku frumsamið efni á djasskvöldinu.
Engar heimildir eru um að þessi sveit hafi leikið á öðrum tónleikum.














































