Blue Ice Band & Karen Lovely leika á Café Rosenberg þriðjudagskvöldið 25. júlí nk. klukkan 21:00.
Blue Ice band spilar gæða blús en sveitin er skipuð gítarleikurunum Halldóri Bragasyni og Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni bassaleikara og Birgi Baldurssyni trommuleikara. Karen Lovely er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir og er margverðlaun söngkona. Hún sló rækilega í gegn á síðustu Blúshátíð og elskar Ísland.
Ekki missa af þessu blúskvöldi á Rosenberg














































