
Þristar
Fáar heimildir er að hafa um gömludansahljómsveitina Þrista en samkvæmt auglýsingum fjölmiðla var sveitin starfandi a.m.k. á árunum 1978-81 en höfuðvígi hennar var þá Lindarbær.
Meðlimir Þrista á þeim árum voru Gunnar Páll Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Haukur Sighvatsson trommuleikari og Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari. Ein heimild segir Þorvald hafa verið í sveit með þessu nafni frá árinu 1967 en ekkert finnst nánar um það.
Mattý Jóhannsdóttir söng lengi með Þristum í Lindarbæ en sveitin mun hafa hætt störfum sumarið 1981.














































