Monotone var rafdúett starfandi 1998 en það haust átti sveitin tvö lög á safnplötunni Neistum sem Sproti gaf út.
Meðlimir Monotone voru þeir Hjörvar Hjörleifsson og Halldór Kristinn Júlíusson en þeir fengu til liðs við sig á Neistum söngkonuna Rósu Birgittu Ísfeld og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikara.
Svo virðist sem Monotone hafi starfað stutt.














































