
Ormétinn
Keflvíska hljómsveitin Ormétinn tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en varð þar lítt ágengt og komst ekki í úrslit keppninnar þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn í Morgunblaðinu.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Már Frímannsson bassaleikari, Ingi Þór Ingbergsson gítarleikari, Þórarinn Karlsson söngvari og Jóhann D. Albertsson trommuleikari. Sveitin virðist hafa verið skammlíf.














































