Einbjörn
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)
Einbjörn hangir niðri‘ á Hlemmi,
reykir Salem, sýpur á
volgri Kók, hann fær sér sæti
á bak við glerið og horfir á.
Fólkið flykkjast inn í strætó,
fá sér sæti, líða hjá
rétt eins og tímarit í pósti
sem engir lesa en allir fá.
Hann teiknar á glerið með munninn í stút
nafn sitt í móðuna, þurrkar það út.
Hann lætur sig dreyma og gleyma um stund
eins og fiskur í búri.
Einbjörn hringir út í loftið,
hringir heim bara til að gá
hvort mamma sé örugglega‘ ekki að vinna,
enginn heima, leggur á.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]














































