Nú er Einbjörn fullur

Nú er Einbjörn fullur
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)

Einbjörn nappaði nokkrum bláum
og einum ljósbrúnum í bland,
svo fór hann beina leið á Jóker
og sigldi tundurspilli í strand.

viðlag
Nú er Einbjörn fullur,
söngvinn og glaðbeittur
með fulla vasa‘ af rettum
en á engar eldspýtur.

Einbjörn tók taxa í langþráð partí,
vínrauða Volgu svei mér þá,
þau þreyttu drykkjuna af kappi
og settu Brunaliðið á.

viðlag

sóló

viðlag

Nóttin er til að brjótast inn í,
ekki alltaf nema síður sé.
Þeir náðu honum með kassa af Hrauni
og hengdu‘ hann uppi‘ í næsta tré.

viðlag

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]