Hvað á barnið að heita?
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)
Vorið það læðist á laufgrænum skóm
um heiminn á döggvotum skóm.
Andar lífi, kveður þér ljóð
sem skáldið forðum við lækjarins slóð.
Veröldin vaknar, það fæddist í nótt
boðberi lífsins í nótt.
Krýndur til konungs af bæjarins frúm,
krónu mánans, blaðberans rún.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]














































