Ljóð um ástina
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)
Ég er kærastan hans Einbjarnar
með augu dýpri en stjörnurnar,
á litinn eins og hafið blátt,
rauð sem blóð um varirnar.
Á gulum sokkum, grænum kjól,
ég kem til hans á næturnar,
læðist inn í væran blund,
blaut í fæturnar.
Einbjörn vaknar einmana,
axlar skólatöskuna,
ég er aðeins draumur hans
og ljóð um ástina.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]














































