N – 9
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Í norðan níu lengst út á sjó
norpaði og ýsurnar dró
sjóveikur háseti
í fyrsta túrnum.
Hann hafði heyrt að sjómannsins líf
snerist mest um áfengi‘ og víf
ship-o-hoj – í sölutúr til Bremerhaven
og hýruvagn til Hamborgar.
Sjómennirnir hafa það gott,
sjómennirnir hafa það gott.
Ó jamm og já.
Herbertsstrasse‘ er mekka hvers manns,
Löwenbrau í prestkvennafans,
Sturm und Drang, því næst bang og buddan snúin.
Það var maður lifandi
Í norðan níu lengst úti‘ á sjó
norpaði og ýsurnar dró
sjóveikur háseti í fyrsta túrnum.
Heima‘ í ramma uppi á vegg.
Sjómennirnir hafa það gott,
sjómennirnir hafa það gott.
sjómennirnir hafa það gott.
sjómennirnir hafa það gott.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]














































