Seif

Seif
(Lag / texti: Valgeir Sigurðsson / Páll Óskar Hjálmtýsson)

Fyrsta múv,
hef verið hér áður.
Kannski þú.
Oj, ég held ég gangi framhjá,
sumir fá hér aldrei neitt,
aðrir græða í rauða kross,
sumir slípa sverðin beitt,
leika sér með fýlusvip.
Sumir hafa hálftíma,
ég get verið hér allt kvöld.
Nú er nóttin alltof köld,
ég vil fara heim en  þá
eye contact,
nú ber vel í veiði,
kominn af léttasta skeiði,
finnum pláss,
nú gerum við Óskars-performans.
Allt er seif
og við byrjum.
Jæja, best að koma sér,
held ég biðji að heilsa þér,
sama tíma, sama stað,
daginn eftir ekki þar,
Hlíðarnar.
Það er list að krúsa þar.

[af plötunni Páll Óskar – Seif]