Serenata

Serenata
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)

Gegn um laufið ljúfar nætur
ljóðar vindurinn.
Ástin tælir unga fætur
undir gluggann þinn.
Þín æ leitar þrá míns hjarta
þótt mér sértu fjær.
Unaðsljóða bylgjan bjarta
brátt í draum þinn nær.
Tunglskin sveipar láðið ljósi,
lægir vindaklið.
Upp með lygnum elfar ósi,
ástmey, göngum við.

Stjörnur himins bregða blundi,
hlusta á söng til þín, hlusta á söng til þín.
Nótt er ætluð ástarfundi.
Ástmey, kom til mín.
Inni’ í kjarri kvaka smáir
kvöldsins  fuglar hljótt.
En mitt hjarta heitt þig þráir.
Bjóð því góða nótt, bjóð því góða nótt.

[engar upplýsingar um útgáfu]