Vorvísa

Vorvísa
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Yfir dali, fjöll og heiðar
líður heitur sunnanblær.
Himinleiðir bláar, breiðar,
roðnar bjarmi fagurskær.
Víkur sorgarrökkrið svarta
fyrir sindri geislabáls.
Nú er sól í heimi’ og hjarta,
nú er hátíð vorsins sjálfs.

Þegar aftangeislar glitra,
þegar glampinn sólar dvín,
þegar kvöldsins tónar titra,
kem ég til þín, vina mín.
Sver þér einni helga eiða,
býð þér ást og vinarhönd,
meðan fagran faðminn breiða
okkar fornu draumalönd.

[engar upplýsingar um útgáfu]