
Silli Geirdal
Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag:
Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði hann dúettinn Black diamond ásamt Geir Ólafssyni. Silli hefur aukinheldur starfað við upptökur.
Vissir þú að tónlistarmennirnir Stefán S. Stefánsson, Bergþór Pálsson, Hilmar Oddsson og Gunnar Hrafnsson voru allir saman í bekk í Háteigsskóla?














































