Hinir vonlausu (1988-89)

Hinir vonlausu

Hljómsveitin Hinir vonlausu var unglingasveit sem skipuð var tónlistarmönnum sem sumir hverjir urðu þekktir sem slíkir en sveitin starfaði í Árbænum.

Meðlimir sveitarinnar voru Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari, Birgir Örn Thoroddsen (síðar Curver Thoroddsen) gítarleikari, Gauti Sigurgeirsson söngvari og Daníel Þorsteinsson trommuleikari, enginn bassaleikari var í sveitinni.

Hinir vonlausu mun hafa starfað í um eitt og hálft ár og kom fram á fáeinum tónleikum meðan hún starfaði en meðlimir hennar voru þá 12-13 ára gamlir.