
A Cappella
Sönghópurinn A Cappella starfaði í Keflavík um tveggja og hálfs árs skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar.
Hópurinn sem var kvintett, virðist hafa komið fyrst fram á tónleikum um vorið 1993 og söng opinberlega í fjölmörg skipti næstu árin, bæði í Keflavík en einnig oft á Sólon í Reykjavík.
Meðlimir A Cappella voru Guðmundur Brynjarsson, Jóhann Guðmundsson, Elvar Guðmundsson, Þorsteinn Ólafsson og Davíð Ólafsson en þeir sérhæfðu sig í gospel söng og léttu poppi.














































