Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Frakkar – Efni á plötum

Frakkar – 1984 Útgefandi: Safarí records Útgáfunúmer: SAF001 Ár: 1983 1. Boogie man 2. Relax 3. Age‘s 4. New York 5. Maðurinn nefndur 6. Berlín 7. 1984 8. Armageddon 9. Pandora‘s box 10. Babylon Flytjendur: Mike Pollock – söngur Finnur Jóhannsson – gítar og raddir Þorleifur Guðjónsson – bassi, raddir og söngur Gunnar Erlingsson –…

Flúðakórinn [2] (1973-83)

Flúðakórinn hinn síðari starfaði í áratug á árunum 1973 til 83 undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingarholti. Þetta var í grunninn sami kór og starfað hafði í Hrunamannahreppi um tveimur áratugum áður, sá kór hafði runnið inn í Söngfélag Hreppamanna 1960 en sá kór var nú hættur og söngþyrst fólk í hreppnum fýsti í kórsöng…

Flúðakórinn [1] (1950-60)

Flúðakórinn hinn fyrri var einn af fjölmörgum kórum sem Sigurður Ágústsson í Birtingarholti í Hrunamannahreppi hafði með að gera en hann stofnaði kórinn árið 1950. Uppistaðan í kórnum sem var blandaður kór, var fólk úr Hrunamannahreppi. Um tíu manns skipuðu Flúðakórinn sem hlaut nafn sitt af því að kóræfingar fóru fram á Flúðum, hann þótti…

Flýra (1978-79)

Hljómsveitin Flýra starfaði í Réttarholtsskóla líklega veturinn 1978-79. Meðal meðlima sveitarinnar voru þau Björk Guðmundsdóttir söngkona, Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Einar [?] bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra og er hér með óskað eftir þeim.

Flúr (1976-77)

Hljómsveitin Flúr starfaði á Akureyri árin 1976-77 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum dansleikjum. Sveitin, sem stofnuð var haustið 1976 var skipuð meðlimum á unglings aldri en þeir voru Viðar Örn Eðvarðsson gítarleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson trommuleikari og Böðvar Grétarsson bassaleikari, allir sungu þeir nema Steingrímur. Sveitin lék á dansleikjum…

Folatollur (1988)

Hljómsveitin Folatollur var starfandi vorið 1988 og lék þá á skemmtun hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða – jafnvel setta saman fyrir þessa einu uppákomu. Meðlimir Folatolls voru þeir Bjarni Sigurðsson píanóleikari, Hafliði Gíslason söngvari, Jens Einarsson gítarleikari og söngvari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari, einnig mun Hinrik Ragnarsson…

Flækingarnir (1990-91)

Hljómsveitin Flækingarnir starfaði um eitt ár 1990 og 91 og var mestan part starfstíma síns húshljómsveit á Hótel Íslandi, frá því um haustið 1990 til vors 91 en um sumarið lék sveitin á stöðum eins og Firðinum í Hafnarfirði og víðar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Helgason trommuleikari og…

Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, það voru þau Helga Steinsson söngkona, Hörður Árnason gítarleikari, Lárus Kvaran gítarleikari og Helgi Bragason orgelleikari.

Forhúðarostur (2002)

Hljómsveit með hið smekklega nafn, Forhúðarostur, starfandi í Garðaskóla í Garðabæ árið 2002. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit en fyrir liggur að þrír meðlima hennar voru þeir Hlynur [?] trommuleikari, Ingi [?] gítarleikari og Árni [?] bassaleikari. Þeir þremenningar leituðu þá að söngvara sem helst gæti spilað á hljóðfæri líka en frekari upplýsingar…

Foreign country (1993)

Foreign country var ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sett saman fyrir útgáfu lags á safnplötunin Lagasafnið 1: Frumafl vorið 1993. Það voru þau Axel Einarsson, Þórir Úlfarsson, Pat Tennis, Dan Cassidy og Ruth Reginalds sem skipuðu Foreign country en ekki varð framhald á þessu samstarfi.

Forboðin sæla (1993)

Hljómsveit að nafni Forboðin sæla starfaði, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu, vorið 1993 og lék þá á tónleikum. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, um starfstíma hennar, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem hentar umfjöllun um hana.

Fortíðardraugarnir (1996-98)

Fortíðardraugarnir var dúett sem oftar gekk undir nafninu Kúrekar norðursins (Cowboys of the north) en á árunum 1996 til 98 að minnsta kosti hafði hann þetta nafn. Meðlimir Fortíðardrauganna voru þeir Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) og Jón Víkingsson (Johnny King), þeir sungu báðir og léku á ýmis hljóðfæri en þegar þeir sendu frá sér…

Fortíðardraugarnir – Efni á plötum

Fortíðardraugarnir – …meika það Útgefandi: Jón Gunnhallsson Útgáfunúmer: SHJ 003 Ár: 1998 1. Meika það 2. Land Rover-maður 3. Komdu í partý 4. Þjáning 5. Honky tonk man 6. Þankar 7. Tinarinn 8. Leave me alone 9. Times goes by 10. Eitt kántrýlag 11. Why 12. Feiti dvergurinn 13. Blindi maðurinn Flytjendur: Sigurður Helgi Jóhannsson…

Afmælisbörn 10. febrúar 2021

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar…

Glatkistan hlýtur styrk frá Reykjavíkurborg

Í dag var opinberað hverjir hefðu hlotið styrki menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2021 og var Glatkistan meðal þeirra verkefna en vefsíðan hlaut 300.000 króna styrk. Alls voru veittir 94 styrkir fyrir 67 milljónir króna en umsóknir voru alls 201 þar sem sótt var um samtals 295 milljónir. Það var faghópur skipaður fulltrúum…

Afmælisbörn 9. febrúar 2021

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Afmælisbörn 8. febrúar 2021

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og sex ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Afmælisbörn 7. febrúar 2021

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2021

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 5. febrúar 2021

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2021

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Vikuskammtur Glatkistunnar kominn í gagnagrunninn

Það er miðvikudagur, lífið gengur sinn gang, og gagnagrunnur Glatkistunnar vex og dafnar sem aldrei fyrr. Í skammti þessarar viku erum við stödd í F-orðunum og hljómsveitir eins og Flo‘, Flow, Flower power, Flugfrakt og Formaika líta hér dagsins ljós en síðast nefnda sveitin vann sér það til frægðar að gefa út sjö tommu smáskífu…

Fóstbræður [3] (1997-2001)

Grínþættirnir Fóstbræður nutu mikilla vinsælda í sjónvarpi í kringum síðustu aldamót og má segja að þeir hafi mótað að nokkru leyti húmor heillar kynslóðar hér á landi. Framleiddar voru fimm seríur af Fóstbræðrum. Upphaf þáttanna má rekja til þess að sjónvarpsstöðin Stöð 3 leitaði til þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr til að gera grínþætti…

Fóstbræður [3] – Efni á plötum

Fóstbræður – Fóstbræður Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 247 Ár: 2001 1. Fóstbræðrastef 2001 2. Helgi persónulegi trúbadorinn – Óður til fjölskyldu minnar 3. Amfetamín sterar 4. Mogo Jacket – Dangerous girls 5. Trekant 6. Siggi – Ég tralla fyrir þig 7. Boccia þjálfarinn 8. Helgi persónulegi trúbadorinn – Árni 9. Kemur lykt af þér? 10.…

Formaika – Efni á plötum

Formaika [ep] Útgefandi: Formaika Útgáfunúmer: LYN 22523 Ár: 1991 1. King of soul 2. Lasy dazy man Flytjendur: Einar Pétur Heiðarsson – trommur Ottó Davíð Tynes – söngur og gítar Vernharður Jósefsson – gítar Karl Ægir Karlsson – bassi Hörður Bragason – hljómborð  

Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í Menntaskólanum við Sund í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson…

Flott öðru hvoru (1990)

Hljómsveit sem bar nafnið Flott öðru hvoru starfaði í Borgarnesi vorið 1990 og kom þá fram á á M-hátíð sem haldin var í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar voru Lárus Már Hermannsson söngvari og trommuleikari, Ríkharður Mýrdal Harðarson bassaleikari, Baldur Kristinsson hljómborðsleikari og Brandur [?] gítarleikari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Flower power (1995-96)

Hljómsveitin Flower power var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit heldur samstarf nokkurra tónlistarmanna í hljóðveri sem gerðu nýja útgáfu af Kanínunni (Hey kanína) sem ísfirska hljómsveitin Ýr hafði pikkað upp úr erlendri útvarpsstöð mörgum árum fyrr og Sálin hans Jóns míns einnig gert skil nokkru síðar. Reyndar var Rafn Jónsson (úr Ýr) meðal flytjenda…

Flow (1995-97)

Hljómsveitin Flow frá Akureyri starfaði um tveggja ára skeið en var í raun hlekkur í sveit sem starfaði undir nokkrum  nöfnum. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Border og tók þátt í Músíktilraunum vorið 1995 undir því nafni, sveitin var þá skipuð þeim Karli Henrý Hákonarsyni söngvara og bassaleikara, Friðriki Flosasyni gítarleikara, Inga Þór Tryggvasyni…

Flood (2000)

Hljómsveitin Flood starfaði um aldamótin og lék þá melódískt kristilegt rokk. Engar upplýsingar er að finna um hvenær Flood var stofnuð en fyrstu heimildir er að finna um sveitina þegar hún lék á samkomu sem haldin var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni…

Flo´ (1993-97)

Dúóið Flo´ (einnig ritað einfaldlega Flo) vakti nokkra athygli vorið 1996 þegar það var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar en þeir munu hafa verið fyrsta technosveitin sem birtist þar, léku það sem var skilgreint sem ambient skotið techno. Það voru þeir Jóhannes Árnason og Björn Ófeigsson sem skipuðu Flo´ en þeir höfðu byrjað að vinna…

Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Fló (1975-77)

Hljómsveit undir nafninu Fló starfaði á Dalvík í um eitt og hálft ár að minnsta kosti um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 en engar upplýsingar liggja fyrir um hana fyrr en um ári síðar en þá voru meðlimir hennar Egill Antonsson söngvari og píanóleikari, Elías Árnason orgelleikari, Einar…

Fluxus (1994)

Fluxus var eins manns sveit Jóhanns Jóhannssonar (Ham, Daisy hill puppy farm o.fl.) en hann sendi frá sér eitt lag á safnplötu vorið 1994, gamla Þú og ég slagarann Dans dans dans, á safnplötunni Reif í staurinn. Jóhann hafði söngkonuna Selmu Björnsdóttur sér til halds og trausts í laginu en hann gaf ekki út meira…

Afmælisbörn 3. febrúar 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjár dömur að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og fimm ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom…

Afmælisbörn 2. febrúar 2021

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Afmælisbörn 1. febrúar 2021

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Afmælisbörn 31. janúar 2021

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og fjögurra ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2021

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Afmælisbörn 29. janúar 2021

Aðeins eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Það er Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum en hann er sextíu og sjö ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi…

Afmælisbörn 28. janúar 2021

Tvær söngkonur úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Forgarður helvítis (1991-)

Forgarður helvítis er um margt merkileg hljómsveit, hún hefur nú starfað – þó ekki samfleytt, síðan í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar undir merkjum grindcore harðkjarnarokks, sem var hluti af dauðarokks-vakningu þeirri sem náði hámarki hér á landi um og upp úr 1990, varð einnig áberandi í annarri slíkri bylgju sem spratt upp í lok…

Forgarður helvítis – Efni á plötum

Forgarður helvítis – Brennið kirkjur / Burn churches [snælda] Útgefandi: Forgarður helvítis Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Guð er stærsta lygi í heimi / God is the biggest lie in the world 2. Bónusfólk / Bonus people 3. Eðlileg hegðun er hundleiðinleg / Normal behaviour is boring 4. Hóra / Whore 5. Heilalínuritið er…

Fljóðatríó [2] (1976)

Heimild er um hljómsveit starfandi árið 1976 undir nafninu Fljóðatríó sem lék þá á dansleik hjá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík. Ekkert bendir til að Fljóðatríóið hafi tengingu við samnefnt tríó sem starfandi var fáeinum árum áður en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fljóðatríó [1] (1968-72)

Fljóðatríó (Fljóðatríóið) er ein fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar en hún var starfandi í kringum 1970, um áratugur leið þar til önnur slík sveit leit dagsins ljós hér á landi. Segja má að áföll hafi nokkuð einkennt sögu þessarar tímamótasveitar. Það mun hafa verið Ragnar Bjarnason sem var aðalhvatamaður þess að Fljóðatríóið var stofnað en sveitin var…

Flím (1999-2001)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um unglingahljómsveitina Flím en hún starfaði í Stykkishólmi á árunum í kringum síðustu aldamót, 1999 til 2001 að minnsta kosti. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit, nöfn meðlima hennar o.s.frv.

Fliss (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fliss en hún mun hafa verið starfandi 1991, upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skipt gæti máli.

Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Flipper (1994-95)

Hljómsveitin Flipper starfaði í Grindavík á árunum 1994 og 95 að minnsta kosti og var að öllum líkindum skipuð meðlimum á unglingsaldri. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.s.frv.