Afmælisbörn 2. febrúar 2021

Magnús Baldvinsson

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins:

Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá sér plötuna Nú tindra stjörnur: úr söngbók séra Friðriks.

Vissir þú að Flosi Ólafsson hefur stundum verið kallaður faðir áramótaskaupanna?