Fjörunginn [tónlistarviðburður] (1996-97)

Hljómsveitakeppnin Fjörunginn var haldin tvívegis af Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), árin 1996 og 97, keppnin átti að vera sambærileg Músíktilraunum en með eldri þátttakendum. Hljómsveitirnar áttu að flytja þrjú frumsamin lög og að auki sína útgáfu af laginu Lóa litla á Brú (flutt af Hauki Morthens 1958). Í fyrra skiptið var Fjörunginn haldinn á skemmtistaðnum…

Flakavirkið (1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Flakavirkið en það ku vera færeyska orðið yfir frystihús. Sveitin keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1985 í Atlavík. Engar sögur fara af árangri Flakavirkisins í keppninni né hverjir skipuðu þessa sveit.

Fjörvatríó (1970-71)

Óskað er eftir upplýsingum um Fjörvatríóið en sú sveit lék gömlu dansana um eins árs skeið frá haustinu 1970 og fram í ágúst 1971 að minnsta kosti. Fjörvatríóið lék mest á Veitingahúsinu við Lækjarteig en einnig í Skiphóli í Hafnarfirði og einnig eitthvað úti á landsbyggðinni.

Flamingo [2] (1966-67)

Hljómsveit sem bar nafnið Flamingo (einnig nefnd Flamingos og var t.d. oft auglýst undir því nafni) starfaði í Kópavogi á árunum 1966 og 67, og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Heimildir eru af skornum skammti um Flamingo en fyrir liggur að Björgvin Gíslason gítarleikari og Páll Eyvindsson bassaleikari voru meðal meðlima sveitarinnar, upplýsingar vantar um…

Flamingo [1] (1966-71)

Hljómsveitin Flamingo starfaði á Sauðárkróki og nágrenni á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar og lék þá á dansleikjum í Skagafirðinum og reyndar mun víðar á norðanverðu landinu. Flamingo (kvartett) var stofnuð upp úr Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar sem hafði verið starfandi á Króknum um árabil, þegar Haukur ákvað að hætta með sveit sína 1966 tóku…

Flakkarar [2] (1971)

Hljómsveit að nafni Flakkarar keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar, starfstíma eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Flakkarar [1] (1969)

Hljómsveitin Flakkarar kom frá Akureyri og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, hún starfaði í nokkra mánuði árið 1969. Sveitin var stofnuð líklega í upphafi árs 1969 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Árni Viðar Friðriksson gítarleikari, Grímur Sigurðsson bassaleikari, Árni Ketill Friðriksson trommuleikari, Gunnar Ringsted gítarleikari og Freysteinn Sigurðsson gítarleikari og söngvari, um mitt…

Flamingo [3] (1991-92)

Veturinn 1991-92 var söngskemmtun haldin í Ártúni í tilefni af 30 ára söngafmæli söngkonunnar Önnu Vilhjálmsdóttur. Hljómsveitin sem lék undir með Önnu á þessum skemmtunum bar heitið Flamingo en allar upplýsingar vantar um þessa sveit og er því hér með auglýst eftir þeim, þ.e. hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 6. janúar 2021

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og átta ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2021

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2021

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og sex ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2021

Afmælisbörnin eru fjögur á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og sex ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2021

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og átta ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…

Afmælisbörn 1. janúar 2021

Glatkistan hefur þrjú tónlistartengd afmælisbörn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og fjögurra ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…

Afmælisbörn 31. desember 2020

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og tveggja ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó sex útgáfur í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið…

Flass (1987)

Flass var sólóverkefni og því ekki eiginleg hljómsveit en Einar Oddsson gaf út sex laga plötu undir því nafni haustið 1987. Einar hafði ásamt Þorsteini Jónssyni (Sonus Futurae o.fl.) unnið frumsamda tónlist um tveggja ára skeið og fékk svo til liðs við sig söngvarana Hauk Hauksson (bróður Eiríks) og Ólöfu Sigurðardóttur sem þá hafði vakið…

Flass – Efni á plötum

Flass – Flass Útgefandi: Flass Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1987 1. Anyhow 2. Face reality 3. Into the night 4. Break away 5. It’s been you 6. Growing Flytjendur: Einar Oddsson – söngur og hljómborð Haukur Hauksson – söngur Þröstur Þorbjörnsson – gítar Ólöf Sigurðardóttir – söngur Edda Borg – raddir Eva Ásrún Albertsdóttir –…

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Fjölnir Stefánsson (1930-2011)

Fjölnir Stefánsson er þekktastur fyrir frumkvöðlastarf sitt og framlag til tónlistarlífsins í Kópavogi en hann var einnig tónskáld. Fjölnir Stefánsson fæddist í Reykjavík árið 1930, hann ólst upp við klassíska tónlist sem foreldrar hans hlustuðu mikið á og því er eðlilegt að tónlistaráhugasvið hans snerist í þá áttina. Hann byrjaði þrettán ára gamall að læra…

Fjögur í leyni (1980)

Fjögur í leyni var kvartett gítarleikara og þriggja kvenna frá Selfossi en þau störfuðu vorið 1980 og komu þá fram á tvennum tónleikum, annars vegar í heimabyggð sinni fyrir austan fjall og hins vegar á Vísnakvöldi á Hótel Borg. Meðlimir Fjögurra í leyni voru systkinin Guðmundur Óli, Svanheiður og Fjóla Ingimundarbörn og Kristín Birgisdóttir, Guðmundur…

Fjögur á palli [2] (2012-15)

Fjögur á palli voru sprottin upp úr tríóinu Tvær á palli með einum kalli en sveitin tók til starfa haustið 2012. Meðlimir voru þau Edda Þórarinsdóttir söngkona og Kristján Hrannar Pálsson söngvari og píanóleikari sem höfðu verið í fyrrnefndu sveitinni en þau fengu til liðs við sig feðgana Pál Einarsson (jarðeðlisfræðing) kontrabassaleikara og Magnús Pálsson…

Fjörkálfar [2] (1994)

Sumarið fóru þeir félagar, skemmtikraftarnir Hermann Gunnarsson og Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar Ingólfsson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Pétur W. Kristjánsson bassaleikari, bílstjóri og framkvæmdastjóri hópsins af stað hringinn í kringum landið með skemmtidagskrá með söng, leik og grín fyrir börn undir nafninu Fjörkálfar í samstarfi við nokkur fyrirtæki og barnablaðið Æskuna en meginatriði dagskrárinnar…

Fjörkálfar [1] (1989-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir undir nafninu Fjörkálfar á árunum 1989 til 93, hugsanlega er um aðeins eina sveit að ræða en líklegt er að þær séu þrjár talsins. Sveit undir þessu nafni kom fram á skemmtistað í Reykjavík árið 1989, Fjörkálfar voru að öllum líkindum einnig starfandi í Keflavík árið 1992 og ári síðar lék…

Fjörkarlar (1984-)

Fjörkarlar er nafn á hljómsveit / dúett sem hefur starfað í áratugi og skemmt einkum yngri kynslóðinni (að minnsta kosti í seinni tíð) á jólaskemmtunum og þess konar samkomum. Margt er óljóst í sögu Fjörkarla og ágiskanir því margar í þessari umfjöllun. Elstu heimildir um Fjörkarla eru frá árinu 1984 en þá lék hljómsveit undir…

Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…

Fjörkallar [1] (1985-86)

Á Akureyri starfaði hljómsveit tónlistarmanna á grunnskóla- og menntaskólaaldri undir nafninu Fjörkallar um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir Fjörkalla voru þeir Árni Hermannsson [gítarleikari?], Svanur Valgeirsson [?], Torfi Halldórsson [?], Stefán Gunnarsson [bassaleikari?] og Atli Örvarsson [hljómborðsleikari?]. Fjörkallar störfuðu að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en margt er óljóst varðandi sögu sveitarinnar,…

Fjörkálfar [2] – Efni á plötum

Ómar og Hemmi ásamt Hauki Heiðari, Villa Guðjóns og Pétri Kristjáns – Fjörkálfar á ferð um landið á ári fjölskyldunnar Útgefandi: Fjör Útgáfunúmer: Fjör 001 Ár: 1994 1. Allir í fjörið 2. Ég er trúbadúr 3. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin 4. Minkurinn í hænsnakofanum 5. Litla lagið 6. Mér er skemmt Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur og raddir Hermann Gunnarsson – söngur Haukur…

Afmælisbörn 30. desember 2020

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2020

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og sex ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2020

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2020

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 24. desember 2020

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd jólaafmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…

Jólakrossgáta Glatkistunnar komin í loftið

Ný krossgáta – Jólakrossgáta Glatkistunnar hefur nú litið dagsins ljós en hana er að finna undir „Annað“ eins og aðrar krossgátur síðunnar. Krossgátur eru tilvalið afþreyingarefni fyrir fólk á öllum aldri og flestir ættu að geta spreytt sig á þessari jólakrossgátu, þá er í leiðinni einnig minnt á getraunir Glatkistunnar undir „Annað“ þar sem jafnframt…

Fjötrar (1982-83)

Hljómsveitin Fjötrar vakti mikla athygli haustið 1982 þegar plata með henni kom út en sveitin hafði þá sérstöðu að hana skipuðu að mestu fangar af Litla Hrauni. Heilmikil umræða átti sér stað í samfélaginu í kjölfar útgáfunnar og þar kom tónlistin sjálf lítið við sögu en þeim háværari var umræðan um hvort fangar ættu yfirleitt…

Fart (um 1970)

Á Siglufirði starfaði skammlíft tríó (líklega árið 1970) undir nafninu Fart – sem þótti reyndar undarlegt nafnaval. Sveitina skipuðu þeir Guðmundur Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ingólfsson [trommuleikari?] og Þorleifur Halldórsson bassaleikari. Þeir Guðmundur og Arnar eru bræður og Þorleifur er bróðir Þorvaldar „Á sjó“ Halldórssonar.

Fjórir fjörugir [2] (1994-99)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði á Akureyri í nokkur ár seint á síðustu öld og lék austu-evrópska tónlist í bland við annað. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið 1994 og kallaðist þá Fjórir fjörugir á Týrólabuxum, það nafn hélst við þá félaga í um tvö ár en eftir það styttu þeir það og kölluðu sig eftir…

Fjórir piltar af Grundarstíg (1981)

Hljómsveitin Fjórir piltar af Grundarstíg starfaði innan Verzlunarskóla Íslands að öllum líkindum árið 1981 en hún sérhæfði sig í bítlatónlist. Nafn sveitarinnar kom til af því að Verzlunarskólinn var á þessum tíma til húsa við Grundarstíg en flutti í ársbyrjun 1986 í Ofanleiti. Meðlimir Fjögurra pilta af Grundarstíg voru þeir fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og…

Fjórir litlir sendlingar (1973-74)

Hljómsveitin Fjórir litlir sendlingar var, þrátt fyrir nafnið, tríó sem var eins konar afsprengi annarrar sveitar, Óla Fink sem stofnuð hafði verið í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, þessi sveit starfaði þó í Reykjavík. Sveitin var fremur skammlíf, hún starfaði veturinn 1973-74 en hversu lengi nákvæmlega liggur reyndar ekki fyrir. Meðlimir hennar voru bræðurnir Hafliði…

Fjórtán rauðar rollur (um 1990)

Fjórtán rauðar rollur var unglingahljómsveit starfandi á Flateyri, líklega í kringum 1990. Meðlimir sveitarinnar, sem var stofnuð upp úr Bleikum fílum, voru líklega þeir Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari, Ívar Kristjánsson söngvari [?], Kristinn Andri Þrastarson [?], Róbert Reynisson gítarleikari og Stefán Steinar Jónsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan fylla upp í þær eyður sem eru…

Fjórir tíglar (um 1985)

Hljómsveitin Fjórir tíglar starfaði á höfuðborgarsvæðinu líklega á níunda áratug síðustu aldar, hér er giskað á um miðjan áratuginn. Heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti og það eina sem liggur fyrir um hana er að Óskar Guðnason var meðlimur hennar, að öllum líkindum gítarleikari, og að sveitin sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Óskað…

Fjögur á palli [1] (2002)

Kvartettinn Fjögur á palli var settur saman fyrir uppfærslu á söngleiknum Þið munið hann Jörund, sem Leikfélag Húsavíkur setti á svið snemma á árinu 2002. Nafn sveitarinnar vísar auðvitað til þjóðlagasveitarinnar Þriggja á palli sem fluttu tónlistina í sams konar sýningu þremur áratugum fyrr. Meðlimir Fjögurra á palli voru þau Sigurður Illugason söngvari og gítarleikari…

Fjúkyrðin með að utan (1988)

Fjúkyrðin með að utan var skammlíf rokksveit, stofnuð upp úr Óþekktum andlitum (frá Akranesi) snemma árs 1988. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en óskað er eftir þeim hér með.

Fjölskyldan fimm – Efni á plötum

Fjölskyldan fimm – Heyr þú minn söng Útgefandi: Samhjálp Útgáfunúmer: SAM 004 Ár: 1984 1. Heyr þú minn söng 2. Ég á himneskan frið 3. Nú er veturinn liðinn 4. Lát þú hönd þína í hans 5. Minn frið gef ég yður 6. Faðir vor 7. Ég er svo kátur 8. Guð er kærleikur 9. Ó leyf þú…

Fjölskyldan fimm (1981-84)

Sönghópurinn Fjölskyldan fimm starfaði innan Samhjálpar en meðlimir hans komu allir úr sömu fjölskyldunni og fluttu trúarlega tónlist. Fjölskyldan fimm kom fyrst fram á samkomum Samhjálpar haustið 1981 en þau voru systkinin Gunnbjörg, Ágúst, Kristinn og Brynjólfur Ólabörn og svo faðir þeirra, Óli Ágústsson, Gunnbjörg var þeirra sínu mest áberandi í söngnum en hún söng…

Fjötrar – Efni á plötum

Fjötrar – Rimlarokk Útgefandi: ÞOR / Pylsuvagninn í Austurstræti Útgáfunúmer: númer eitt Ár: 1982 1. Hringrás 2. Draumurinn 3. Rimlarokk 4. Lífið 5. Ferillinn 6. Maður 7. Pollurinn 8. Róninn 9. Hvítflibbar 10. Minning 11. Vítahringur 12. Endaslag Flytjendur: Halldór Fannar Ellertsson – söngur og hljómborð Rúnar Þór Pétursson – gítar, trommur og söngur Sigurður…

Afmælisbörn 23. desember 2020

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2020

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús,…