Sónata [2] – Efni á plötum

Sónata – Hugarflugur Útgefandi: Tvær gylltar Útgáfunúmer: EINAR 001 Ár: 1995 1. Ekki ennþá 2. Syndandi hugarflugur 3. SÁÁ fund sem Finnur… 4. Svefnljóð 5. Mammon 6. Augnablik 7. Veist þú af hverju? 8. Huldumál 9. Einkamál 10. Skáldið 11. Líðum burt Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og raddir Einar Örn Jónsson – píanó,…

Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti. Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í…

Spor [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spor og starfaði árið 2004 að líkindum á Norðurlandi, hugsanlega í Skagafirðinum. Líklegt er að Spor hafi verið hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og hafi innihaldið harmonikkuleikara. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Spor [2] [útgáfufyrirtæki] (1993-98)

Útgáfufyrirtækið Spor – hið síðara undir því nafni starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og komu fjölmargir titlar út undir því merki. Spor var stofnað vorið 1993 en það varð með þeim hætti að þegar hljómplötuútgáfan Steinar var komið nánast í þrot leitaði Steinar Berg eigandi þess til aðal samkeppnisaðilans í útgáfubransanum,…

Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Spottarnir [1] (1983)

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu. Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð…

Sport (1996)

Hljómsveitin Sport lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti vorið 1996 og virðist hafa verið fremur skammlíf sveit. Meðlimir Sport voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari og Ottó Tynes söngvari og gítarleikari en þeir félagar lögðu einkum áherslu á breskt gítarrokk í bland við eigið frumsamið efni.…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Afmælisbörn 8. júní 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sex ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2022

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sex ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2022

Sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og sex ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2022

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og níu ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Afmælisbörn 4. júní 2022

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sex talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2022

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Afmælisbörn 2. júní 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og tveggja ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Sólstrandargæjarnir (1993-2001)

Sólstrandargæjarnir skutust mjög óvænt upp á stjörnuhimininn sumarið 1995 þegar stórsmellurinnn Rangur maður kom út með sveitinni og hljómaði í viðtækjum landsmanna út árið og gerir reyndar af og til ennþá. Sveitin sendi frá sér þrjár skífur á aðeins einu ári og þá fjórðu nokkrum árum síðar. Þótt Sólstrandargæjarnir hafi komið upp á yfirborðið sumarið…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Sólstrandargæjarnir – Efni á plötum

Sólstrandargæjarnir – Sólstrandargæjarnir Útgefandi: Aþþol Útgáfunúmer:  AÞ 002 Ár: 1995 1. Kynning 2. Sólstrandargæji 3. Zúlú 4. Cowboy 5. Rangur maður 6. Vinir 7. Misheppnaður 8. Gæji 9. Ingjaldsfíflið 10. Arabi 11. Halim Al 12. Kelloggs 13. Ostur og kanill 14. Biggi 15. Þroski h/f 16. Endir; James Bond stefið Flytjendur: Jónas Sigurðsson – söngur…

Sólseturskórinn [2] – Efni á plötum

Sólseturskórinn – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sólseturskórinn – söngur undir stjórn Benedikts Helgasonar Björg Friðriksdóttir – [píanó?] Sólseturskórinn – Sólseturskórinn syngur Útgefandi: Stemma Húsavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Amor og asninn 2. Ég elska hafið æst 3. Mér verður all að yndi 4.…

Spiritus [2] (1997)

Sumarið 1997 starfaði (líklega um skamman tíma) hljómsveit sem bar nafnið Spiritus en hún var starfrækt í tengslum við Vinnuskóla Reykjavíkur og voru liðsmenn sveitarinnar því á unglingsaldri. Meðlimir Spiritus voru Guðjón Albertsson, Halldór Gunnlaugsson, Steindór Ö. Ólafsson og Bjarni Gunnarsson en upplýsingar vantar um á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku, kunnugir mættu senda Glatkistunni…

Spiritus [1] (1996-97)

Um miðjan tíunda áratuginn var starfrækt hljómsveit á Stöðvarfirði undir nafninu Spiritus, sveitin starfaði um eins og hálfs árs skeið árið 1996 og 97. Spiritus var stofnuð vorið 1996 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Hilmar Garðarsson söngvari, Svanur Vilbergsson gítarleikari, Guðjón Viðarsson bassaleikari, Tom Björnsson trommuleikari og svo Pálmi Fannar Smárason rythmagítarleikari sem starfaði með…

Spinoza (1998)

Tríóið Spinoza var starfrækt árið 1998 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Spinoza var skipuð þeim bræðrum Arnari og Rúnari Halldórssyni sem fáeinum árum áður höfðu gert garðinn frægan í Noregi undir nafninu The Boys en Arnór Ólafsson var þriðji meðlimir sveitarinnar. Arnar og Rúnar léku á gítara en engar upplýsingar finnast…

Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján B. Heiðarsson bassaleikari. Sveitin gaf út þriggja laga…

Splitt (1996)

Á fyrri hluta ársins 1996 starfaði að því er virðist skammlíf sveit undir nafninu Splitt og lék hún fyrir dansi á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Splitt voru þeir Þröstur Guðmundsson, Kjartan Baldursson, Sigurður Lúðvíksson og Vilberg Guðmundsson en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og er því óskað eftir þeim hér með.

Split Promotions [umboðsskrifstofa] (1987-89)

Um tveggja ára skeið var starfrækt hér á landi umboðsfyrirtæki undir nafninu Split Promotions en það flutti inn fjöldann allan af þekktu erlendu tónlistarfólki, fyrirtækið varð þó ekki langlíft og tap var á flestum þeim tónleikum sem það stóð fyrir og mætti e.t.v. kenna offramboði um að einhverju leyti. Það voru Bretarnir Bobby Harrison og…

Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…

Spontant (um 1990-95)

Óskað er eftir upplýsingum um keflvíska pönkhljómsveit sem líklega var starfandi einhvern tímann á árabilinu 1990 til 95 undir nafninu Spontant. Fyrir liggur að Áki Ásgeirsson var einn meðlima Spontant en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana, starfstíma, aðra meðlimi og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 1. júní 2022

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…

Afmælisbörn 31. maí 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og átta ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og þriggja ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Afmælisbörn 28. maí 2022

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2022

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Ný smáskífa Myrkva – Villt fræ

Tónlistarmaðurinn Myrkvi er að senda frá sér nýja smáskífu en hún ber titilinn Villt fræ og lítur dagsins ljós á morgun, föstudag á tónlistarveitum og samfélagsmiðlum. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Arnar Thorlacius sem stökk fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann sigraði Músíktilraunir með hljómsveit sinni Vio, ásamt því að vera valinn besti söngvari keppninnar.…

Afmælisbörn 26. maí 2022

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og tveggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Sólskinskórinn [1] (1973-75)

Margir þekkja Sólskinskórinn svokallaða enda naut hann fádæma vinsælda í kringum miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann kom við sögu á tveimur plötum og söng þá lög eins og Sól, sól skín á mig, Kisu tangó og Syngjandi hér, syngjandi þar. Kórinn var þó aldrei starfandi sem eiginlegur kór. Það mun hafa verið að…

Sólskinskórinn [1] – Efni á plötum

Sólskinskórinn – Sólskinskórinn syngur fjögur ný barnalög [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 573 Ár: 1973 1. Sól skín á mig 2. Kisu tangó 3. Dönsum dátt 4. Sirkusinn er hér Flytjendur: Sólskinskórinn – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar hljómsveit undir stjórn Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Þrjú…

Sóldögg – Efni á plötum

Sóldögg – Klám Útgefandi: BÖGG Útgáfunúmer: BÖGGCD 001 Ár: 1996 1. Slím 2. Loft 3. Tusa 4. Kox 5. Lísa Flytjendur: Bergsveinn Arilíusson – söngur Eiður Alfreðsson – bassi Baldvin A. B. Aalen – trommur Stefán H. Henrýsson – hljómborð Ásgeir J. Ásgeirsson – gítar Pétur Guðmundsson – raddir Sóldögg – Breyt’um lit Útgefandi: Skífan…

Spilafíklarnir (2001-05)

Tríóið Spilafíklarnir (Spilafíklar) lék mikið á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í upphafi aldar en sveitin starfaði á árunum 2001 til 2005, sveitin lék mikið á stöðum eins og Dubliner, Celtic Cross og Fógetanum og er hér giskað á að írsk kráartónlist hafi verið uppistaðan í lagavali hennar. Meðlimir Spilafíklanna eru sagðir vera þeir Binni [?] bassaleikari, Guðni…

The Spiders (um 1976-80)

Tríó sem bar nafnið The Spiders starfaði í Garðabæ á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem voru líklega um tíu ára aldur þegar sveitin var stofnuð, árið 1976 en hún starfaði með hléum og mestmegnis yfir sumartímann. Það voru þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari og Valdimar…

Spesía (1996-98)

Spesía var ballhljómsveit sem starfaði á Egilsstöðum um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Spesía var líklega stofnuð árið 1996 en sveitin lék nokkuð á dansleikjum eystra, s.s. þorrablótum auk almennra dansleikja, þá lék sveitin m.a. á dansleik í kjölfar fegurðarsamkeppni Austurlands þar sem hún var með aukahljóðfæraleikara með sér auk söngkonu, Estherar Jökulsdóttur.…

Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar…

Spegill spegill (1981-82)

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta. Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði…

Spilverk (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spilverk en hún var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík haustið 1999. Svo virðist sem Spilverk sem kom úr Garðabæ, hafi annað hvort ekki mætt til leiks í Rokkstokk eða að hún hafi skipt um nafn fyrir keppnina því hvergi er hana að finna…

Spilliköttur (1983-85)

Hljómsveitin Spilliköttur var ein af þeim fjölmörgu tilraunakenndu sveitum sem störfuðu í kjölfar nýbylgjusenunnar í byrjun níunda áratugnum en hún var starfrækt í Kópavogi, vöggu pönksins. Meðlimir Spillikattar voru þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson saxófónleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en þeir voru þá á sama tíma einnig í hljómsveitinni Gakk, við fjórða mann.…

Spilverk sóðanna (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Spilverk sóðanna var ein af fjölmörgum sveitum sem keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991. Óskað er eftir upplýsingum um Spilverk sóðanna, hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan, auk annarra almennra upplýsinga um hana.

Afmælisbörn 25. maí 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og fjögurra ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…