Sálin [2] (1993)

Hljómsveit var starfandi innan Verzlunarskóla Íslands vorið 1993 undir nafninu Sálin og er hér gert ráð fyrir að um skammlífa sveit hafi verið að ræða því aðeins eru heimildir um að hún hafi komið einu sinni fram, þá hitaði hún upp fyrir hljómsveitina Nýdönsk á tónleikum listafélags skólans. Hugsanlega var sveitin stofnuð til þess eins…

Skært lúðrar hljóma [annað] (1997)

Árið 1997 stóð útgáfufyrirtækið Smekkleysa fyrir útgáfu átta platna í útgáfuröð sem það kallaði Skært lúðrar hljómar, en þar gafst nokkrum ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarmönnum í neðanjarðargeiranum kostur á að koma efni sínu á framfæri. Þeir voru eftirfarandi: Andhéri, Á túr, Bag of Joys, Berglind Ágústsdóttir, Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni, PPPönk, Sigur…

Slim – Efni á plötum

Slim – Analog Útgefandi: Kristinn Helgi Sævarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) – rapp Magnús Jónsson (Magse) – rapp Baldvin Þór Magnússon (Class B) – rapp Tact [?] – rapp Ársæll Þór Ingvason (Intro) – rapp Gísli Galdur Þorgeirsson [?] (Magic) – rapp Elevated Minds [?]…

Slim (2000)

Rapparinn Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) var af gullkynslóð rappara hérlendis og kom úr grasrótinni sem kennd hefur verið við Árbæinn og var áberandi í kringum aldamótin, hann hafði þá verið í hiphop-sveitinni Bounce brothers. Kristinn Helgi (f. 1980) var líklega búinn að kalla sig Slim nafninu um tíma þegar hann sendi frá sér plötu vorið…

Small band (1995-96)

Small band var pöbbadúett eða hljómsveit sem lék í fáein skipti 1995 og 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þau Jóhann Fr. Álfþórsson og Jóhanna Harðardóttir, upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra liggja ekki fyrir og er því óskað eftir þeim.

Small (?)

Hljómsveit að nafni Small starfaði á áttunda áratugnum, hugsanlega fyrri part hans og hugsanlega í Kópavoginum. Heimildir eru afar litlar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Andri Örn Clausen var einn meðlima hennar, þá líklega sem gítarleikari og söngvari. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og…

Smaladrengirnir úr Neðrakoti (1990)

Hljómsveitin Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) frá Húsavík var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 en komst þar ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Svavarsson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari. Það þótti fréttnæmt að sveitin var sú fyrsta frá Húsavík sem tók þátt í…

Slitna færibandið (2000)

Slitna færibandið mun hafa verið tríó starfandi vorið 2000 og lék þá á skemmtun í Borgarfirði. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er því óskað eftir þeim hér með.

Slippidú (1993)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem lék ásamt fleiri sveitum á rokkhátíð óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93 í Faxaskála sumarið 1993, en hún bar heitið Slippidú eða Slipidídú. Hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna (1981-82)

Hljómsveit starfaði í Keflavík veturinn 1981-82 undir nafninu Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit, m.a.s. gæti verið að nafn hennar hafi verið Skammtíma flipp og Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna eða jafnvel bara Skammtíma flipp. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

In memoriam – Efni á plötum

Apocalypse – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 023 Ár: 1992 1. Sororicide – Life below 2. In memoriam – Trúleysi 3. Strigaskór nr. 42 – Perceptions 4. Sororicide – Within the dephts 5. In memoriam – Eternal darkness 6. Strigaskór nr. 42 – Immoral empire 7. Sororicide – Drown your soul 8. In memoriam – Isolation 9. Strigaskór…

Afmælisbörn 9. mars 2022

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Afmælisbörn 8. mars 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans…

Afmælisbörn 7. mars 2022

Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar. Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma,…

Afmælisbörn 6. mars 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2022

Þrjú afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og átta ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Afmælisbörn 4. mars 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er sextugur á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur pillnikk, Stuðventlar, Tunglskinstríóið,…

Afmælisbörn 3. mars 2022

Fjórir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari á stórafmæli í dag, er sextugur en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við…

Af nýju og væntanlegu efni á Glatkistunni

Eins og venjulega á miðvikudögum bætist við nýtt efni í gagnagrunn Glatkistunnar. Viðbæturnar eru með nokkrum hefðbundnum hætti, mestmegnis óþekktar hljómsveitir (Slikk, Slammdjamm, Slagverkur o.fl.), tveir sönghópar, eitt tónskáld og eitthvað fleira – hér er þó sérstaklega kynnt til sögunnar hljómsveitin Smaladrengirnir en sú sveit gerði garðinn nokkuð frægan í kringum síðustu aldamót með skemmtilegum…

Smaladrengirnir (1996-2006)

Smaladrengirnir var sönghópur/hljómsveit sem vakti nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, þeir félagar sungu rakarakvartetta af ýmsu tagi, þóttu skemmtilegir á sviði og sendu einnig frá sér eina plötu með blönduðu efni. Smaladrengirnir voru stofnaðir síðla árs 1996 og voru stofnmeðlimir þeir Bragi Þór Valsson söngvari og klarinettuleikari (Rokklingarnir o.fl.), Óskar Þór Þráinsson söngvari, Viktor…

Smaladrengirnir – Efni á plötum

Smaladrengirnir – Strákapör Útgefandi: Smaladrengirnir Útgáfunúmer: SDCD 001 Ár: 2001 1. Smaladrengurinn 2. Prestsvísur 3. Sólarlönd 4. Whiskey on the way 5. SMS 6. Agnus Dei 7. Baby face 8. Cotton fields back home 9. Java jive 10. Yodel-blues 11. Róninn á Hlemmi 12. I got rhythm Flytjendur: Bragi Þór Valsson – söngur, hljómborð, klarinetta,…

Skarphéðinn Þorkelsson (1912-50)

Skarphéðinn Þorkelsson var læknir og tónskáld en eftir hann liggur eitt útgefið nótnahefti. Skarphéðinn fæddist 1912 og ólst upp hjá fósturforeldrum í Reykjavík. Eftir nám í læknisfræði var hann um skamma hríð héraðslæknir vestur í Ísafjarðardjúpi en síðan austur á Höfn í Hornafirði þar sem hann bjó og starfaði til æviloka. Skarphéðinn mun hafa verið…

Slaufurnar (1989-91)

Kvennakór sem bar nafnið Slaufurnar starfaði í Rangárþingi um tveggja ára skeið, 1989 til 91 undir stjórn Margrétar Runólfsdóttur en haustið 1991 var nafni kórsins breytt í Kvennakórinn Ljósbrá og hefur hann starfað undir því nafni síðan. Slaufurnar komu líkast til fram aðeins í eitt skipti opinberlega undir því nafni.

Slaufur (1967-68)

Slaufur mun hafa verið söngkvartett starfandi við Gagnfræðaskólann á Selfossi, hugsanlega innan stúlknakórs skólans sem lengi var undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Slaufurnar störfuðu að minnsta kosti 1967 og 68 og komu þá m.a. fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Þá fluttu þær lög og ljóð eftir einn meðlima kvartettsins sem var Guðbjörg Sigurðardóttir en…

Slamm djamm (1992)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskólans á Akranesi haustið 1992 undir nafninu Slamm djamm. Sveitin hafði verið starfandi um tíma þegar hún tók þátt í Tónlistarkeppni NFFA innan skólans og hafnaði þar í þriðja sæti, upplýsingar vantar hins vegar um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim…

Slagverkur (1984)

Nýbylgjusveitin Slagverkur starfaði árið 1984, líklega aðeins í fáeina mánuði en á þeim tíma lék sveitin á nokkrum tónleikum og sendi frá sér tvö lög á safnkassettu. Slagverkur birtist fyrst á tónleikum um vorið 1984 og lék þá nokkuð um sumarið, m.a. var hún á dagskrá Viðeyjar-hátíðarinnar frægu um verslunarmannahelgina en óvíst er hvort sveitin…

Slagbrandur [1] [annað] (1976-81)

Á árunum 1976 til 81 var poppþáttur í Morgunblaðinu undir nafninu Slagbrandur og naut hann mikilla vinsælda. Það var blaðamaðurinn Halldór Ingi Andrésson sem áður hafði þá starfað hjá Þjóðviljanum og Vísi, sem hélt utan um Slagbrand en þátturinn hóf göngu sína haustið 1976 og var í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um fimm ára skeið eða til…

Slefkvef – burgers (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Slefkvef – burgers (Slefkvefburgers) en hún starfaði í upphafi árs 1992 og hitaði þá upp fyrir hljómsveitina Rut. Hér er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, auk annars sem ætti heima í þessari umfjöllun.

Slaughterhouse 5 (um 1990)

Hljómsveit (eða líklega dúett) starfaði í Árbænum í kringum 1990 undir nafninu Slaughterhouse 5 eftir samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut, og var sveitin skipað þeim nöfnum Birgi Erni Thoroddsen (Curver) og Birgi Erni Steinarssyni (Bigga í Maus), að öllum líkindum voru þeir bara tveir. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta samstarf þeirra, hvort þeir…

Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998. Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.

Afmælisbörn 2. mars 2022

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fertugur og á því stórafmæli á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín…

Ný plata frá Gillon

Tónlistarmaðurinn Gillon (Gísli Þór Ólafsson) sendir frá sér um þessar mundir sína fimmtu sólóplötu og þá fyrstu í sex ár, hún ber heitið Bláturnablús. Platan inniheldur níu frumsamin lög og var hún hljóðrituð með hléum frá miðju ári 2020 og fram undir árslok 2021 í Stúdíó Benmen. Gísli syngur sjálfur öll plötunnar og leikur þar…

Afmælisbörn 1. mars 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og átta ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Afmælisbörn 28. febrúar 2022

Afmælisbörnin eru fjögur á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og fimm ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2022

Glatkistan hefur í dag að geyma tvö Vestmanneyjatengd afmælisbörn: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur hann…

Afmælisbörn 26. febrúar 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2022

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður á stórafmæli en hann er áttræður í dag, þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og…

Afmælisbörn 24. febrúar 2022

Fimm afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er áttatíu og eins árs gamall en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal og Leyndarmál eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum sem gerðu…

Smartband (1985)

Hljómsveitin Smartband starfaði aldrei nema í kringum hljóðversvinnu þeirra Kjartans Ólafssonar tónskálds og Péturs Grétarssonar slagverksleikara, en gat þó af sér stórsmellinn La-líf sem naut mjög svo óvæntra vinsælda á vormánuðum 1986. Þeir Kjartan Ólafsson og Pétur Grétarsson munu hafa stofnað Smartbandið fáeinum dögum áður en þeir fóru í hljóðver sumarið 1985 til að hljóðrita…

Smartband – Efni á plötum

Smartband [ep] Útgefandi: SMART-ART Útgáfunúmer: KO 0001 Ár: 1985 1. Ég vil vera bláu augun 2. Morgunn 3. La-líf 4. Veiðimaðurinn Flytjendur; Kjartan Ólafsson – söngur og hljómborð Pétur Grétarsson – trommur og slagverk Skúli Sverrisson – bassi Kristján Eldjárn – rafgítar Magnús Ragnarsson – söngur Kjartan Ólafsson – LaLíf 1985-1987 Útgefandi: Erkitónlist Útgáfunúmer. ETCD…

Sigríður Rósa Kristinsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Rósa Kristinsdóttir – Debut langömmu I [snælda] Útgefandi: Sigríður Rósa Kristinsdóttir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Lofið þreyttum að sofa 2. Söngur S.I. bindiS 3. Sólbrúnir vangar 4. Glerbrot 5. Amma raular í rökkrinu 6. Lindin 7. Kvöldblíðan lognværa 8. Vorljóð 9. Heimþrá 10. Við Sundin 11. Lítill fugl 12. Þín hvíta mynd…

Sigríður Rósa Kristinsdóttir (1923-2016)

Sigríður Rósa Kristinsdóttir var öllu þekktari sem baráttukona fyrir launakjörum og sem fréttaritari útvarpsins heldur en fyrir tónlist en hún sendi samt sem áður frá sér tvær kassettur í eigin nafni. Sigríður Rósa Kristinsdóttir var fædd norður í Fnjóskadal sumarið 1923 og ólst að mestu upp fyrir norðan en bjó þó lengst af á Eskifirði…

Skýborg (um 1971-72)

Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Skýborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1971 og 72 en meðlimir sveitarinnar voru þá á gagnfræðaskólaaldri. Liðsmenn Skýborgar voru þeir Hreinn Laufdal [?], Gunnar Friðriksson [?], Sigurður Albertsson [?], Sigfús E. Arnþórsson hljómborðsleikari [?] og Hermann Ingi Arason bassaleikari [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum…

Skytturnar þrjár (2000)

Hiphop-sveitin Skytturnar þrjár var fremur skammlíf sveit sem starfaði árið 2000. Skytturnar þrjár urðu til um svipað leyti og 110 Rottweiler hundar (síðar XXX Rottweiler) sigruðu Músíktilraunir vorið 2000 en tveir af Skyttunum þremur voru í þeirri sveit, Eiríkur Ástþór Ragnarsson plötusnúður og Elvar Gunnarsson (Seppi / Hr. Kaldhæðinn) rappari, sá síðarnefndi hafði þá verið…

Skýjum ofar [2] (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Skýjum ofar en hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1997 og 98, lék þá m.a. þrívegis um jól og áramót á Höfn í Hornafirði. Ekki er þó víst að sveitin sé að austan því önnur heimild segir að Skýjum ofar hafi verið stofnuð upp úr…

Slagbítar (1996-97)

Þrír trommuleikarar komnir af léttasta skeiðinu mynduðu slagverkstríóið Slagbíta sem kom fram að minnsta kosti tvívegis, 1996 og 97. Þetta voru trommugoðsagnirnar Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz), Þorsteinn Eiríksson (Steini Krupa) og Skapti Ólafsson, sem komu annars vegar fram á slagverkstónleikum í tengslum við RÚREK-hátíðina 1996 og svo hins vegar á Jazzhátíð Egilsstaða 1997 – á…

Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Skörungur [1] (1998)

Söngkvartett var starfandi innan Breiðfirðingafélagsins haustið 1998 og kom þá fram á skemmtun tengdri 60 ára afmæli félagsins, að öllum líkindum voru meðlimir hans í Breiðfirðingakórnum. Svo virðist sem þessi kvartett hafi verið skammlífur en frekari upplýsingar má senda Glatkistunni.

Sköp (1969)

Hljómsveitin Sköp mun hafa verið skammlíf sveit starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð á upphafsárum hans, árið 1969. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Ómar Skúlason bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Jakob Frímann Magnússon orgelleikari, tveir hinir síðustu urðu síðar auðvitað þekktir Stuðmenn. Söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.) gekk til liðs við Sköp en sveitin…

Sköllótt mús (1987-90)

Hljómsveit með því undarlega nafni Sköllótt mús starfaði um skeið á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega ábreiðutónlist á pöbbum höfuðborgarsvæðisins en hún var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum – öllu þekktari sveit, Loðin rotta varð til upp úr Sköllóttu músinni. Upphaf Sköllóttrar músar má líklega rekja til ársins 1987 fremur en 1988…