Bráðabirgðabúgí
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)
Hann var númer ellefu hjá bankastjóranum,
stundi upp erindinu‘ í sparifötunum,
nefndi nöfn
fjarskyldra ættingja á Höfn.
Á fasteignasölunni var bæði ys og þys,
menn seldu og keyptu ýmist raðhús eða ris,
valdi fékk
tilbúið undir tréverk.
Það vantar hurðina á baðið,
á meðan kyrjar fjölskyldan einn eldfjörugan bráðabirgðabúgí.
Sóló
Það vantar hurðina á baðið,
á meðan kyrjar fjölskyldan einn eldfjörugan bráðabirgðabúgí.
Eldhús til bráðabirgða og bráðabirgðabað,
klósett og bráðabirgða- guð má vita hvað,
stress og kíf
en þetta er bráðabirgðalíf.
Það vantar hurðina á baðið,
á meðan kyrjar fjölskyldan einn eldfjörugan bráðabirgðabúgí.
Það vantar hurðina á baðið,
á meðan kyrjar fjölskyldan einn eldfjörugan bráðabirgðabúgí.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]














































