Brosum breitt
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)
Hér er lítið lag fyrir þig
tuttugu upp – tuttugu niður.
Þú lærir svo margt ef þú hlustar á mig,
tuttugu vinstri – tuttugu hægri.
Því að þú færð aldrei nóg.
Það virkar í sól og snjó.
Það tekur enga stund.
Í þetta sinn – fjórum sinnum fimm.
Fylgstu núna vel með mér.
Dönsum dátt, tökum lagið saman,
tuttugu sinnum – allt sem þarf.
Brosum breitt – þetta er bara gaman.
Tuttugu sinnum – allt sem þarf.
Núna sérðu hvað þetta’ er létt
tuttugu upp – tuttugu niður.
Ekkert mál, bara gera’ þetta rétt,
tuttugu vinstri – tuttugu hægri.
Brostu blítt til mín.
Ég mun þá brosa breitt til þín.
Lærum þetta lag.
Meir og meir – tíu sinnum tveir,
fylgstu núna vel með mér.
Dönsum dátt, tökum lagið saman.
Tuttugu sinnum – allt sem þarf.
Brosum breitt – þetta er bara gaman.
Tuttugu sinnum – brosum breitt í dag.
Dönsum dátt, tökum lagið saman,
tuttugu sinnum – allt sem þarf.
Brosum breitt – þetta er bara gaman.
Tuttugu sinnum – ekkert mál.
Dönsum dátt, tökum lagið saman,
tuttugu sinnum – allt sem þarf.
Brosum breitt – þetta er bara gaman.
Tuttugu sinnum – ekkert mál.
Brosum nú breitt.
[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]














































