Dýrðin er þín
(Lag og texti: Bubbi Morthens)
Jesús kristur er lífsins ljós,
lýsir mér veginn minn.
Orð guðs grær sem rós
í garði drottins frið ég finn.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
Drekk þú af lífsins lind,
lifir þú í engri synd.
Slítur af þér óttans bönd,
æðrulaus með styrka hönd.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
Í myrkri var ég móður, sár,
í myrkri gekk ég sautján ár.
Frjáls finn ég kraftinn þinn,
ljósið skín á veginn minn.
Líf í lausn, dýrðin er þín.
Líf í lausn, sólin skín.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
Ó drottinn, sólin skín.
Ó drottinn, dýrðin er þín.
[af plötunni Bubbi Morthens – Fjórir naglar]














































