Fjórir naglar

Fjórir naglar
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Það dimmir brátt, ég bíð æðrulaus,
brosi út í annað, reyni að halda haus.
Það dimmir brátt, dökkur himinn siglir að,
dagurinn að hverfa, ég hreyfist vart úr stað.

Ég er fastur í myrkri, kaldri sæng,
manstu engil með brotinn væng,
ísinn á hjarta, verð að berja‘ hann af,
ég sigli inn í brimgarðinn, er að fara í kaf.

Fjórir naglar, þrír krossar,
þér að blæða út.
Fjórir naglar, þrír krossar,
ég að drekka af stút.

Að fyrirgefa, finndu stað og stund,
farðu niður á kné, leiktu hund.
Óttinn er eini sanni vinur minn,
trúin á ljósið er veikleiki þinn.

Þú þráðir að finna ljúfan friðinn,
var hún þess virði endalaus biðin.
Dauðinn hefur vinan magnað minni,
kynlíf getur drepið við fystu kynni.

Fjórir naglar, þrír krossar,
þér að blæða út.
Fjórir naglar, þrír krossar,
ég að drekka af stút.

[af plötunni Bubbi Morthens – Fjórir naglar]