Femmi

Femmi
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Í húsinu er eðla með átján þjóna,
á efstu hæðinni er gömul kona að prjóna
og eitt herbergið geymir grafir ljótra orða
og grasið í stofunni er til þess að borða.
Hjartað í þér ólmast, þú hrekkur í kút,
þú komst inn en kemst ekki út.

Múmíur á sterum stríði þér hóta,
eldhúsið er sláturhús, þar beinin brjóta.
Löggur á spítti sem spyrja sífellt þess sama.
Í frystinum er freðin lappalaus dama.
Heilinn er marineraður, maginn í hnút,
þú komst inn en kemst ekki út.

Þú veist ekki vakandi sofandi neitt,
veröld þín með öllu var í gærkvöldi steikt
af draugum sem klufu höfuð þitt hreint.
Í gegnum blóðlitað mistrið gat enginn greint
kreppta fingur um hníf eða flöskustút,
þú komst inn en kemst ekki út.

Ljónin eru útdauð og gresjan er auð,
í staðinn gefur malbikið hýenum brauð
og gammarnir grafa með sinn sköllótta haus.
Grafir dauðans þar til sálin verður laus
við holdið og þú hrekkur í kút,
þú vaknar en kemst ekki út.

[af plötunni Bubbi Morthens – Fjórir naglar]