Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Reykjanesbæ undir nafninu Hinir endalausu upp úr síðustu aldamótum.
Sveitin var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppninni Allra veðra von sem fram fór í Vestmannaeyjum snemma árs 2002 en annað er ekki að finna um þessa sveit, s.s. upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.














































