Húsin mjakast upp
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)
Þótt vori‘ á hverjum hól,
spretti grös, heims um ból.
Nótt sem nýtan dag,
eintómt strit, dægurþras.
Líf mitt er greypt
í malbik og steypt,
í bensín á bílinn eytt.
Hann vinnur öll kvöld,
fyrir hádegi ég,
of þreytt til að sofa hjá.
Sóló
Líf mitt er greypt
í malbik og steypt,
í bensín á bílinn eytt.
Hann vinnur öll kvöld,
fyrir hádegi ég
of þreytt til að sofa hjá.
En húsið mjakast upp.
Gleypir mig. Gleypir hann.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]














































