Hver á að ráða?

Hver á að ráða?
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Jón Guðfinnsson)

Ég kann ekki að sýna þér
hver það er sem á að ráða hér.
Það er sama hvað ég segi,
þú snýrð öllu við og misskilur líka.

Ég horfi á mig veslast upp
í örmum þínum, þvílík spegilmynd.
Ég er kominn miklu neðar
en þegar ég byrjaði í sambandi með þér.

Hvað sem á mig lætur skar,
sýna þér hver ræður hér,
þetta’ er ofureinfalt mál.

viðlag
Því þú ert alltaf svo ergileg út í mig,
ég bara skil ekki,
af hverju lætur þú svona?
Ég reyni alltaf að gera’ eitthvað fyrir þig,
hreinlega skil ekki,
af hverju níðist þú á mér.

Mig langar til að leika mér,
ertu komin til þess að vera hér
á bak við þína grímu,
ég veit að þar er margt gott að finna.

Hvað sem á mig lætur skar,
sýna þér hver ræður hér,
þetta’ er ofureinfalt mál.

viðlag

[m.a. á plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]