Kosmós
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)
Þú eyjapeyja eyja
snauða dauðateygja
þú spekihripleki fleki
á Drekasvæðisreki
þú Hemma-Gunn stemmning
og menningarhremming
sem sullar í ballarhafi
full í ullarlafi.
Grímsstaðnaða sker
þú hrunda grund
siðblinda stund
þú framlága lágkúra
óleysingjans hálssnúra
herm þú mér:
sem nöguð, buguð, sliguð,
sjálfafsöguð þjóð.
Má ég fá smá kosmós hjá þér?
[af plötunni Prins Póló – Sorrí]














































