
Sfinx
Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.














































