Hotel Rotterdam (2010)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Keflavík eða annars staðar á Suðurnesjunum árið 2010 undir nafninu Hotel Rotterdam en sveit með því nafni lék á unglingatónleikum í nafni Ljósanætur þá um sumarið. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og því er óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan,…

Hornafélag Keflavíkur (1910-14)

Lítil lúðrasveit starfaði í Keflavík á öðrum áratug síðustu aldar undir nafninu Hornafélag Keflavíkur en stofnandi og forsprakki þess var Vilhjálmur Kristinn Hákonarson kaupmaður. Vilhjálmur hafði komið til Keflavíkur frá Ameríku árið 1908 þar sem hann hafði þá dvalið um nokkurt skeið og leikið með stórri lúðrasveit, hann hafði hug á að stofna til slíkrar…

Hippar í handbremsu (1994-2019)

Rokksveit sem bar nafnið Hippar í handbremsu starfaði um árabil í Keflavík en starfaði líklega ekki alveg samfleytt, heimildir herma að sveitin hafi starfað að minnsta kosti frá árinu 1994 en hafi jafnvel verið stofnuð nokkuð fyrr, og að hún hafi starfað til ársins 2019 eða lengur. Stofnandi og forsprakki Hippa í handbremsu var gítarleikarinn…

Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn. Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar…

Hugsjón [3] (1989-92)

Hljómsveitin Hugsjón var unglingahljómsveit sem starfaði í Keflavík í kringum 1990 en sveitin starfaði í nokkur ár, þó með hléum. Hugsjón mun hafa verið stofnuð árið 1989 af þeim Einari Jónssyni gítarleikara og Jóni Ó Erlendssyni trommuleikara en fleiri gengu svo til liðs við sveitina í kjölfarið, mest voru sex meðlimir í Hugsjón en árið…

Hljómsveit Harðar Jóhannssonar (1959-60)

Hljómsveit Harðar Jóhannssonar starfaði í Keflavík og lék gömlu dansana í Keflavík, Sandgerði og víðar um Suðurnesin í kringum 1960 en sveitin var starfrækt að minnsta kosti á árunum 1959 og 60. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar og ekki liggur t.a.m. fyrir á hvaða hljóðfæri Hörður sjálfur lék, hér er giskað á harmonikku.…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn (1991-)

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 1991 en gekk fyrstu árin undir nafninu Hinir demonísku Neanderdalsmenn. Sveitin hefur sent frá sér plötu og lög á safnplötum. Sveitin var stofnuð í Keflavík árið 1991 og gekk sem fyrr segir undir nafninu Hinir demónísku Neanderdalsmenn, tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem pönk…

Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar (1963-64)

Afar takmarkar heimildir er að finna um Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar en hún var líkast til starfandi í Keflavík því hún lék á dansleikjum þar árin 1963 og 64. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Björgvin og hljómsveit hans, s.s. hverjir skipuðu sveitina auk hans og hver hljóðfæraskipan hennar var, ennfremur er óskað eftir upplýsingum um…

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar (1991)

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar var starfrækt í Keflavík sumarið 1991 en hún lék þá á dansleik í heimabænum, Baldur Þórir Guðmundsson (Rúnars Júlíussonar) er sá sem sveitin var kennd við og lék hann líklega á hljómborð en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit nema að Guðmundur Hermannsson var söngvari hennar. Óskað er eftir frekari…

H.J. kvartettinn [1] (1958-59)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem starfaði í Keflavík á árunum 1958 og 59 undir nafninu H.J. kvartettinn, og hugsanlega hafði hún þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er t.d. að finna um meðlimi sveitarinnar en þeim mun meiri upplýsingar um söngvara hennar sem allir voru að stíga sín fyrstu spor á…

Söngsystur [2] (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratuginn kom fram söngflokkur stúlkna í Keflavík undir nafninu Söngsystur en þær munu einungis hafa birst opinberlega í eitt skipti. Söngsystur skipuðu þeir Anna Dóróthea Garðarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Dóra Íris Gunnarsdóttir.

Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum…

Söngfélag Keflavíkur (1912-13)

Óskað er eftir upplýsingum um kór eða söngflokk sem gekk undir nafninu Söngfélag Keflavíkur og starfaði á árunum 1912 og 1913 í Keflavík, hversu lengi það starfaði, hver annaðist söngstjórn o.s.frv.

Stúlknakór Keflavíkurkirkju (1968-69)

Stúlknakór var starfræktur við Keflavíkurkirkju vorið 1969 og hafði þá að öllum líkindum verið starfandi veturinn á undan. Stjórnandi kórsins var þáverandi organisti kirkjunnar, Siguróli Geirsson en hann stjórnaði á sama tíma Æskulýðskór Keflavíkurkirkju sem kórinn var líkast til hluti af. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Keflavíkurkirkju.

Strumparnir [2] (1993-96)

Hljómsveitin Strumparnir starfaði í Keflavík um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, líklega á árunum 1993-96 og var um að ræða einhvers konar blásarasveit sem gæti hafa starfað innan tónlistarskólans í bænum, undir stjórn Þóris Baldurssonar. Meðlimir sveitarinnar voru líklega átta talsins og voru á aldrinum 9 til 14 ára en aðeins liggja fyrir nöfn þriggja…

Strengir [3] (um 1995)

Upplýsingar óskast um keflvíska hljómsveit sem starfaði undir nafninu Strengir einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar, hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun sem þessari.

Steinunn Karlsdóttir (1955-99)

Steinunn Karlsdóttir píanóleikari og söngkona var um margt merkileg tónlistarkona. Hún fæddist í Keflavík 1955 í hringiðu rokksins þannig að tónlist hefur verið ríkur þáttur í æsku hennar og margt benti til að hún myndi hasla sér völl í tónlistinni, til að mynda kom hún margoft fram á árunum 1969 til 73 og flutti þjóðlagatónlist…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…

Spurs in the fón (1999)

Spurs in the fón var hljómsveit frá Keflavík starfandi 1999 en það haust tók hún þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Reykjanesbæ. Lag með Spurs in the fón kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina og er því hér með óskað eftir þeim, meðlima- og hljóðfæraskipan…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Spontant (um 1990-95)

Óskað er eftir upplýsingum um keflvíska pönkhljómsveit sem líklega var starfandi einhvern tímann á árabilinu 1990 til 95 undir nafninu Spontant. Fyrir liggur að Áki Ásgeirsson var einn meðlima Spontant en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana, starfstíma, aðra meðlimi og hljóðfæraskipan.

Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar…

Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna (1981-82)

Hljómsveit starfaði í Keflavík veturinn 1981-82 undir nafninu Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit, m.a.s. gæti verið að nafn hennar hafi verið Skammtíma flipp og Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna eða jafnvel bara Skammtíma flipp. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Skuggar [7] (1964-67)

Skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði á árunum 1964-67 undir nafninu Skuggar en fáum árum fyrr hafði starfað þar sams konar sveit undir sama nafni, hér er umfjöllunum um sveitirnar haldið aðskildum enda voru þær ekki skipaðar sömu meðlimum. Skólahljómsveitir höfðu líklega verið starfandi nokkuð samfleytt við skólann á sjöunda áratugnum en Skuggar munu hafa…

Skólpkólfar (1987)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Skólpkólfar og var þá skipuð ungum tónlistarmönnum, hún starfaði á Suðurnesjunum haustið 1987 og var hugsanlega úr Keflavík. Upplýsingar um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar, starfstíma og fleiri sem þætti bitastætt í umfjöllun um hana mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Skuggar [2] (1960-62)

Fjölmargar heimildir er að finna um keflvíska skólahljómsveit sem starfrækt var í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar enda var þessi sveit að einhverju leyti forveri hinna einu sönnu Hljóma frá Keflavík, gallinn er hins vegar að heimildirnar eru bæði misvísandi og sundurleitar og því verður að geta nokkuð inn í eyðurnar. Svo virðist sem hljómsveitin…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Siguróli Geirsson (1950-2001)

Nafn Siguróla Geirssonar er óneitanlega mest tengt Suðurnesjunum en þar starfaði hann lengstum við kórstjórn, organistastörf og tónlistarkennslu. Siguróli varð ekki langlífur, hann lést eftir umferðarslys rúmlega fimmtugur að aldri. Siguróli Geirsson var fæddur í Keflavík 1950 og þar ólst hann upp, hann lærði á píanó og klarinettu við Tónlistarskólann í Keflavík og stundaði svo…

Silfurfálkinn (1999-2003)

Silfurfálkinn mun hafa verið eins manns hljómsveit Sigurðar Halldórs Guðmundssonar sem hann starfrækti en hann sendi frá sér lög á þremur safnplötum á árunum 1999 til 2003 undir því nafni. Silfurfálkinn kemur fyrst fyrir á safnplötunni Rokkstokk 1999 (tengt samnefndri hljómsveitakeppni í Keflavík) þar sem hann var með tvö lög en sveitin hafnaði þar líklega…

Future sound of Keflavík (1999)

Hljómsveit sem bar heitið Future sound of Keflavík starfaði í Keflavík haustið 1999 og var þá skráð til leiks í hljómsveitakeppnina Rokkstokk 1999, sem haldin var þar í bæ. Sveitin var ekki meðal þeirra sem áttu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfar keppninnar en ekki liggur fyrir hvort ástæðan var…

Fálkar [1] (1997-2004)

Keflvíska hljómsveitin Fálkar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin, þó með hléum því tveir meðlimir hennar dvöldust um tíma erlendis í námi. Sveitin sendi frá sér tvær plötur og meðlimir hennar áttu síðar eftir að starfa í fremstu röð tónlistarmanna hér á landi. Fálkar (einnig kölluð Fálkar frá Keflavík) var stofnuð árið 1997…

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum [félagsskapur] (1990-)

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum er félagsskapur sem hefur verið starfræktur síðan 1990 en heimavöllur starfseminnar er í Keflavík. Félagið var stofnað í ársbyrjun 1990 en þá hafði lengi staðið til að stofna slíkan félasskap. Á fimmta tug stofnmeðlima komu að félaginu í upphafi en meðlimafjöldi þess hefur verið rokkandi í gegnum tíðina. Ásgeir Gunnarsson var…

Felus catus (1994)

Hljómsveitin Felus catus frá Keflavík var meðal sveita sem áttu efni á safnplötunni Innrás: Kornflex og Kanaúlpur, sem Geimsteinn sendi frá sér haustið 1994. Í umfjöllun um safnplötuna er sveitin sögð vera rokktríó en á umslagi hennar eru  fjórir meðlimir nafngreindir, þeir Magnús Einarsson bassaleikari, Kristinn E. Jóhannsson trommuleikari, Baldur Guðmundsson hljómborðsleikari og Þór Sigurðsson…

Farvel trunta (1992)

Hljómsveitin Farvel trunta starfaði í Keflavík árið 1992, og hugsanlega lengur. Sveitin var nokkuð virk á ballsviðinu á heimavelli á Suðurnesjunum vorið 1992 en ekki liggur fyrir hvort hún hafði þá starfað um langan tíma, snemma það sumar hafði sveitin annað hvort tekið upp nýtt nafn eða hætt störfum. Fyrir liggur að Guðmundur [?] gítarleikari,…

Coda (1983-84)

Hljómsveitin Coda úr Keflavík var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri en hún starfaði 1983 og 84. Sveitin var stofnuð snemma vors 1983 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Elvar Gottskálksson bassaleikari, Baldur Þórir Guðmundsson hljómborðs- og gítarleikari, Vignir Daðason söngvari, Óskar Nikulásson gítarleikari, Baldur Baldursson hljómborðsleikari og Eðvarð Vilhjálmsson trommuleikari. Guðmundur Jens Guðmundsson kom einnig…

Caron (1975)

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina. Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.

Casanova (1977)

Lítið liggur fyrir um keflvísku hljómsveitina Casanova en hún starfaði árið 1977 að minnsta kosti og lék þá eitthvað á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) var söngvari sveitarinnar og líklega lék Ríkharður Mar Jósafatsson á bassa og Guðmundur Hreinsson á gítar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar, og er því hér…

Candyman (1987)

Hljómsveitin Candyman starfaði árið 1987 í fáeina mánuði undir því nafni en tók síðan upp nafnið Útúrdúr. Sveitin var stofnuð í Keflavík, gagngert til að taka þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina í upphafi en Ragnheiður Eiríksdóttir og Sigurður Óli Pálmason…

A Cappella [1] (1993-95)

Sönghópurinn A Cappella starfaði í Keflavík um tveggja og hálfs árs skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Hópurinn sem var kvintett, virðist hafa komið fyrst fram á tónleikum um vorið 1993 og söng opinberlega í fjölmörg skipti næstu árin, bæði í Keflavík en einnig oft á Sólon í Reykjavík. Meðlimir A Cappella voru…

C.TV (1983-84)

Keflvíska sveitin C.TV (einnig ritað CTV) starfaði 1983 og eitthvað fram á 1984, og var eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Box sem hafði þá starfað um tveggja ára skeið og sent frá sér tvær plötur. Einhverjar mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni við nafnaskiptin en meðlimir C.TV voru Sigurður Sævarsson söngvari, Baldur Þórir Guðmundsson trommu-, hljómborðs- og…

Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Guðmundur Haukur Þórðarson (1930-2023)

Tenórsöngvarinn Guðmundur Haukur Þórðarson söng með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði í áratugi en hann sendi aukinheldur frá sér plötu með söng sínum. (Guðmundur) Haukur Þórðarson  (f. 1930) kom upphaflega úr Dölunum og hafði alltaf taugar þangað en var búsettur í Keflavík frá fimm ára aldri, starfsvettvangur hans lungann úr ævinni var sendibílstjórakeyrsla. Haukur mun…

Guðmundur Ingólfsson [1] (1939-)

Nafn Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík hefur ekki farið hátt hin síðari ár í hinu tónlistarlegu samhengi en sé málið skoðað í víðu samhengi mætti segja að hann hafi breytt ýmsu í íslenskri tónlistarsögu þótt með óbeinum hætti sé. Guðmundur fæddist 1939 að öllum líkindum í Vestmannaeyjum þar sem hann mun hafa búið framan af ævi…

Grunaðir um tónlist (1991-95)

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…

Gálan, götuleikarinn og guð (?)

Óskað er eftir upplýsingum um tríó í Keflavík sem starfaði undir nafninu Gálan, götuleikarinn og guð Fyrir liggur að Júlíus Freyr Guðmundsson er Gálan enda hefur hann gefið út plötur undir því nafni en upplýsingar vantar um hina tvo sem voru með honum í sveitinni.

Ormétinn (1996)

Keflvíska hljómsveitin Ormétinn tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en varð þar lítt ágengt og komst ekki í úrslit keppninnar þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn í Morgunblaðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Már Frímannsson bassaleikari, Ingi Þór Ingbergsson gítarleikari, Þórarinn Karlsson söngvari og Jóhann D. Albertsson trommuleikari. Sveitin virðist hafa verið skammlíf.

Oheo (1971)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar heitið Oheo eru af skornum skammti en hún starfaði sumarið 1971 í Keflavík. Allar frekari upplýsingar um sveitina má senda til Glatkistunnar.

Mound (1994-96)

Rokksveitin Mound af Suðurnesjunum (líklega Keflavík) starfaði árið 1994 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin kom ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Guðmundur Vigfússon bassleikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommuleikari, Guðmundur Sigurðsson gítarleikari og Þráinn Guðbjörnsson gítarleikari og söngvari. Ekkert spurðist til Mound í langan tíma eftir Músíktilraunir en hún virðist þó…